Leita í fréttum mbl.is

Hneyksli eða réttlæti?

Dómur yfir ítölskum jarðvísindamönnum sem lýsir þá ábyrga fyrir manntjóni sem varð í jarðskjálfta í bænum L´Aquila er yfirlýst hneyksli. Vísindin er eina leið okkar til að spá fyrir áreiðanlega til um framtíðina, en hún er samt ófullkomin.

Visindamennirnir eru dæmdir fyrir rangar yfirlýsingar um að engin hætta væri á stórum jarðskjálfta. Þeir sögðu að hætta væri fyrir hendi, en að hún væri lítil.

Fyrir mér er þetta týpískt dæmi um mismunandi skilning vísindamanna og leikmanna á óvissu. Vísindamenn skilja óvissu betur en leikmenn, sem sjá veröldina  frekar í svörtu og hvítu. Þegar vísindamaður segir að það séu líkur á hamförum, t.d. 1/100 eða 1/1000000 þá hefur sú tala merkingu. Leikmenn sjá fjarska lítinn mun á þessum tveimur möguleikum, þótt tölfræðilega sé hann gríðarlegur og raunverulegur.

Því hallast ég að því að dómurinn sé hneyksli.

Með sömu rökum má dæma líffræðinga fyrir að spá rangt fyrir um þorskstofninn, veðurfræðinga fyrir ónákvæma spá 4 daga fram í tímann, eðlisfræðinga fyrir að reikna ekki út fall loftsteina og hagfræðinga fyrir að spá ekki fyrir um hrun.

Blessunarlega hefur dómurinn vakið hörð viðbrögð samanber afsögn yfirmanns Náttúruhamfarastofnunar Ítalíu og ályktanir bandarískra jarðfræðinga.

Sjá einnig umfjöllun Rúv.

Vísindamenn dæmdir í fangelsi

Vísindamenn verða varkárari en áður

Fordæma dóm yfir vísindamönnum

og pistil Dark Buzz

Geologists sentenced for bad advice


mbl.is Segir af sér vegna dóma yfir vísindamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þessi dómur á við að krefja veðurstofuna um skaðabætur í hvert sinn sem þakplötur fjúka.

Að sjálfsögðu hefðu þessir menn átt að segja að þeir hreinlega hefðu ekki næg gögn um málið frekar en að segja beint út að það yrði enginn skjálfti.

En að því sögðu tel ég að það sé rangt að velta sökinni yfir á það.

Ítalir hafa ekki lært af sögu þjóðar sinnar, svona ef við horfum til þess að þetta er þjóð sem byggir íbúahverfi í hlíðum Vesúvíusar.

Kæruleysi er þjóðaríþrótt Ítala.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 23.10.2012 kl. 16:48

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hneyksli. Þessir menn vita greinilega ekkert um jarðfræði, og hafa þar af leiðandi ekki hugmynd um að ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ SPÁ FYRIR UM JARÐSKJÁLFTA.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.10.2012 kl. 16:50

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Reyndar hafa ítalskir jarðvísindamenn verið nokkuð fjálgir í koma frá í þáttum á National Geographic og halda því fram að þeir hefði þróað aðferðir til að segja fyrir um jarðskjálfta. Það hef ég sjálfur séð og heyrt.

Íslenskir jarðfræðingar hafa í mörg herrans ár sagt okkur að gjóskulagatímatalið sé afgerandi og hlutlaus (absólút) aldursgreiningaraðferð. Svo er ekki. En þeir eiga þó ekki skilið að fara í steininn fyrir þá yfirsjón og ranghugmynd.

Jarðfræðin er mikil óvissugrein og glæsileiki hennar felst í því að svo mikið er óþekkt. Það gerir jarðfræði að góðri fræðigrein, líkt og fornleifafræði. Enn er mikið starf óunnið.

En þegar menn eru dæmdir í fangelsi fyrir að sjá ekki fyrir eldgos, eða í skaðabætur fyrir að vera sammála um að silfursjóður sé grunsamlegur vegna þess að hann finnst óáfallinn, þá er ekki gaman að vera fræðimaður.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.10.2012 kl. 10:00

4 identicon

Þetta er algert rugl, óskiljanlegur dómur, devolution

DoctorE (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 10:14

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Álíka vitlaus dómur og Landsdómurinn yfir Geir Haarde

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2012 kl. 11:25

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Ingibjörg.

Ég hélt að kæruleysi væri þjóðaríþrótt okkar :)

Ásgrimur.

Það fer dáldið eftir því hvað felst í orðinu spá. Það er hægt að spá því að jarðskjálftar muni verða á flekamótum, frekar en annarstaðar.

En það er ekki hægt að segja hvar, klukkan hvað, á hvaða dýpi og  hversu sterkur hver jarðskjálfti verði.

Til þess eru líkönin of einföld, og of margir órannsakaðir þættir hafa mikil og ófyrirsjáanleg áhrif.

DoktorE

Eins og Steinríkur sagði, "Rómverjar eru klikk".

Arnar Pálsson, 24.10.2012 kl. 11:31

7 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Nei. Þjóðaríþrótt íslendinga er að gera öðru fólki upp skoðanir. Sér í lagi ef það situr heima á kjördag.

Enda er þetta eina landið í heiminum þar sem greitt atkvæði skiptir minna máli en ógreitt atkvæði. ;)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.10.2012 kl. 13:41

8 Smámynd: Arnar Pálsson

Gunnar

Ég sé ekki alveg hliðstæðuna, enda með ofnæmi fyrir pólitík.

Ingibjörg

Ég hélt að þjóðaríþrótt okkar væri sú að segja sögur, ....sem er kannski ekki fjarri því að gera fólki upp skoðanir. 

Þ.e. að segja sögur  um skoðanir annara?

Arnar Pálsson, 24.10.2012 kl. 14:42

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Arnar, hliðstæðan er sú að Geir átti að sjá allt fyrir og gera "eitthvað" í því. Að því leiti er málið gegn Geir jafnvel enn verra í þessum samanburði, því í dómnum kom ekki fram hvað hann átti að gera.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2012 kl. 15:31

10 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hmm... Gunnar, voru jarðfræðingarnir þá virkir þáttakendur í jarðskjálftanum... svona eins og að Geir var virkur þáttakandi í hruninu

Höskuldur Búi Jónsson, 24.10.2012 kl. 15:59

11 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Arnar

Frásagnir og túlkanir. Auðvelt að flétta þetta tvennt saman held ég.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.10.2012 kl. 16:08

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Var Geir virkur þátttakandi í alheimskreppu á fjármálamarkaði. Um víða veröld er talað um "fyrir hrun" og "eftir hrun". Það er mikill misskilningur að "hrunið" sé sér íslenskt fyrirbæri.

En hliðstæðan er s.s. að Geir átti að sjá þetta allt fyrir og koma í veg fyrir tjón, líkt og ítölsku jarðfræðingarnir áttu að gera. En þeir voru ekki frekar en Geir virkir þátttakendur í hamförunum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2012 kl. 16:49

13 Smámynd: Arnar Pálsson

Gunnar

Ég er ennþá með ofnæmi fyrir pólitík.

Mat á hruninu, eins og öðrum atburðum í fortíðinni, er alltaf litað af hindsight bias.

Stjórnmálamenn þurfa að geta gert meira ein að vinna í prófkjörum og mynda stjórn. Þeir þurfa einnig að geta metið stöður, skipulagt viðbrögð og stjórnað þegar áföll dynja yfir.

Eftir á var ég reyndar feginn að Geir og co tókst að búa til neyðarlögin, en ég hallast að því að hann og co (mjög margir í þeim hópi sem einnig hefðu þurft að fara fyrir landsdóm eða annan) hefðu átt að sjá veikleikana í íslensku bönkunum OG Tsunamibylgjuna sem gein yfir efnahag heimsins.

Hrunið var ekki bara útlent, berðu saman íslenska og norska banka.

Arnar Pálsson, 24.10.2012 kl. 17:33

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er erfitt að bera saman erlenda banka með margfalt öflugra bakland (ríkissjóð), t.d. í Frakklandi, Þýskandi, Spáni, Ítalíu, Hollandi, USA.

En við vitum það auðvitað í dag að bankakerfið var of stórt fyrir okkar litla ríkissjóð en við þurfum líka að líta á það að kannski var það okkar happ að við höfðum ekki efni á að bjarga bönkunum. Ástandið á Íslandi í dag sýnir það þegar við berum okkur saman við mörg önnur lönd.

Ákæran á Geir var hneiksli og verðu óáfmáanlegur blettur á ferilskrá Samfylkingarinnar sérstaklega. Niðurstaða dómsins sýndi það.

Annars skulum við ekkert vera að menga þetta ágæta blogg með svona leiðinda máli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.10.2012 kl. 18:48

15 identicon

Málið með Geir er ekki hægt að bera saman við þetta jarðskjálftarugl. Auðvitað átti að kæra alla en ekki bara Geir.

Geir og co vissu vel að hér var allt að fara til fjandans en þau gerðu ekki neitt, létu sem ekkert væri að.
Það er kannski svipað og ef þessir vísindamenn sem voru dæmdir hefðu staðið í miðjum skjálftanum og sagt að þetta væri ekki skjálfti og svo sagt Guddi blessi Ítalíu

DoctorE (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 10:12

16 Smámynd: Arnar Pálsson

Gunnar

Ég bar okkur saman við Noreg, sem er samt 10 x stærra en við, en var ekki með jafn ofbólgið bankakerfi.

Ég er sammála því að samfylkingin hafi klúðrað landsdómi, mér fannst rétt að stefna öllum fjórum ráðherrum.

Þakka þér skilningin, ég læt þetta verða mín síðustu orð um þessa hliðstæðu.

Arnar Pálsson, 27.10.2012 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband