Leita í fréttum mbl.is

Merking erfðabreyttra matvæla felld í Kaliforníu

Samhliða kosningum um forseta bandaríkjanna og fulltrúa fylkja í öldungadeild og fulltrúadeildina var kosið um margvísleg önnur málefni í fjölmörgum fylkjum.

Í Kaliforníu var kosið um hvort það ætti að vera  "skylda að merkja erfðabreyttar matvörur". John Weaton sem barðist fyrir því að málið færi í almenna atkvæðagreiðslu kallaði það "The California Right to Know Genetically Engineered Food Act."

Samkvæmt Ballotapedia var tillagan, númer 37, felld:

No5,990,28052.3%
Yes 5,456,051 47.7%

Razib Khan og lesandi hans tóku saman gögn úr kosningunum eftir sýslum í Kaliforníu. Þá kemur í ljós mjög sterkt jákvætt samband  milli fylgis Obama og stuðnings við tillöguna. Myndin er af síðu Razib - gene expression.cNfRw

Það sýnir svart á hvítu að vinstrimenn eru tortryggnari á erfðabreytingar.

Hins vegar eru amerískir hægrimenn tortryggnir á loftslagsvísindi.

Hvorir tveggja efast um tiltekin vísindi sem snerta það svið mannlífsins sem þeim er kært (frelsið til að keyra trukka og frelsið til að upplifa - þar með borða - náttúruna).

Traust vísindaleg gögn ganga gegn afstöðu beggja hópa. Loftslagsvísindamenn eru sammála um að maðurinn hafi breytt loftslagi með því að seyta út koltvíldi og öðrum lofttegundum. Á sama hátt álykta matvælafræðingar og heilbrigðisvísindamenn að erfðabreyttar plöntur og afurðir úr þeim séu jafngildar venjulegum nytjaplöntum og afurðum.

Færa má rök fyrir því að hin íslenska reglugerð um að skylt sé að merkja matvæli sem innihalda hráefni úr erfðabreyttum plöntum sé ósanngjörn. Hún lækkar allavega ekki verðið til almenns neytanda.

Gáfulegra væri að hafa kerfi hliðstætt því sem gyðingar hafa. Kosher merking er á fæðu sem uppfyllir trúarlega staðla, og stranghlýðnir gyðingar velja þá fæðu. Á sama hátt gætu strangtrúaðir hreinmatistar komið sér upp merkingum á því sem ekki er erfðabreytt, og borgað sjálfir fyrir kostnaðinn í stað þess að velta honum á neytendur annara matvæla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heilir og saelir,

grunar reyndar ad thetta se adeins floknara. I fyrsta lagi, eins og Khan bendir a, tha snerist thessi kosning ad einhverju leyti um afstodu kjosenda til storfyrirtaekja (sem passar betur hvad vardar haegri-vinstri asinn). I odru lagi, tha ma lita a thad sem bara verid ad kjosa um ad veita meiri upplysingar. Th.e. eg hef kannski engar ahyggjur af erfdabaettum matvaelum en eg hef heldur ekkert a moti ad matvorur seu merktar hvort ther seu erfdabaettar... eda hvort thaer eru framleiddar i gulum verksmidjum. En hinsvegar er thad sennilega alveg rett ad ofgarnir til haegri og vinstri lati visindin sig alika litlu mali skipta.

kv,

i

Indridi Indridason (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 19:45

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Arnar. Þetta er of einföld og raunverulega ó-rökstudd skýring á flóknu máli.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.11.2012 kl. 21:33

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Indriði

Auðvitað eru öll mál sem kosið er um flókin.

Kannski eru  vinstrimenn tortryggnari á fyrirtæki en hægri menn.

Er það algild skýring, því hægri menn er líklegri til að kyngja gervivísindum/áróðri olíufyrirtækjanna?

Eru dæmi um þar sem vinstri menn fylkja sér frekar undir fyrirtæki en hægrimenn? Kannski í stofnfrumu-lækningum?

Varðandi réttinn til upplýsinga, þá er spurning hversu langt má fara með hann. Getur minnihlutahópur krafist þess að:

matur úr gulum verksmiðjum sé sérmerktur?

beljur skotnar með byssu í vinstri hendi séu sérmerktar?

Allt svona leiðir til þess að verð afurða hækkar, sem er ranglátt.

Arnar Pálsson, 26.11.2012 kl. 11:30

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er líka einföldun að segja að áróður gegn skattabrjálæði vinstrimanna vegna co2 losunar sé áróður olíufyrirtækjanna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.11.2012 kl. 15:26

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Gunnar

Olíufyrirtækin hafa stundað áróður gegn loftslagsvísindamönnum og ályktun þeirra. Þeir hafa plægt í frjósaman akur.

Ég sagði ekkert um hvernig við ættum að leysa vandann.

Skattar, reglugerðir eða efnahagslegir hvatar eru bara þrjár leiðir.

Arnar Pálsson, 27.11.2012 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband