Leita í fréttum mbl.is

Heiðraða móðir og æsir allir

Nöfn skilgreindra tegunda lífvera fylgja kerfi sænska grasafræðingsins Carl von Linné (1707-1773). Nöfnin eru samsett úr tveimur orðum, sem eru skáletruð til auðkenningar. Fyrra orðið skipar tegund til ættkvíslar, en hið seinna er auðkenni hennar. Maðurinn er Homo sapiens, þar sem Homo er ættkvíslin okkar, og sapiens tegunda heitið. Í ættkvísl okkar voru nefnilega nokkrar aðrar manntegundir, þar af eru líklega Homo erectus og Homo neanderthalensis þekktastar.

Nafngiftirnar eru iðullega lýsandi, vísa í form eða lífshætti tegundar, en stundum velur fólk nöfn af öðrumuppruna. Eins og það að heiðra móður sína eða æsina með síðara nafni tegundarinnar.

Hinn einstaki og frábæri fræðari Örnólfur Thorlacius skrifaði ákaflega skemmtilega grein um tegundaheiti í Náttúrufræðinginn árið 2010 (Skondin fræðiheiti). Hann rekur nokkur furðuleg tegundaheiti, sem og skemmtilegar tilvísanir í goðafræði, popkúltúr og hetjur samtímans. Hann útskýrir bakgrunn tegundanafna kerfisins í inngangi greinarinnar:

---------------------

Kerfi sem tekur til milljóna tegunda, þar sem sífellt bætast nýjar við og jafnframt eru í endurskoðun mörkin á milli þeirra sem fyrir eru, verður aldrei fullkomið, en til að hafna óhæfum nöfnum og úrskurða um vafaatriði, meðal annars að draga úr líkunum á því að sama heiti sé notað um fleiri en eina tegund eða mörg heiti séu á þeirri sömu, eru starfandi alþjóðanefndir eða ráð. Hinar þekktustu þessara stofnana eru Alþjóðlega dýrafræðinafnanefndin (International Commission on Zoological Nomenclature) og Alþjóðlegu plöntuflokkunarsamtökin (International Association for Plant Taxonomy). Á milli þeirra virðist vera lítið sem ekkert samráð; í það minnsta er óátalið þótt sama fræðiheitið taki til tegundar plöntu og dýrs.

Ekki fer hjá því að sum heitin veki kátínu, og skal ósagt látið hvort það var ætlun höfunda. Hér eru birt örfá dæmi þessa. 

-----------------------

Norræna goðafræðin hefur verið uppspretta nokkra nafna, þ.a.m. á Thor amboinensis, sem þrátt fyrir glæsilegan titil er reyndar bara ósköp lítilfjörleg rækja. Hún gengur undir nafninu Sexy shrimp á ensku. Mynd af vefnum Tropical Favorites. NormalPicture

Skáldagáfa eða andagift vísindamanna er kannski ekki annáluð en hún finnur sér altént farveg í nöfnum tegunda. Einnig er til töluvert af hreint dásamlega skrýtnum genanöfnum (Nafnið á bakvið genið).


mbl.is Skírði nýja froskategund eftir mömmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband