Leita í fréttum mbl.is

Fjölbreytileiki hryggdýra og síldarstofna

Menn hafa frá örófi alda velt fyrir sér mismun á ólíkum dýra, sveppa og plöntutegundum. Tilurð þessa mismunar var lengstum ráðgáta, þar til Charles R. Darwin og Alfred R. Wallace komu fram með hugmyndina um þróun vegna náttúrulegs vals.

Kjarninn í hugmyndum þeirra er sá að breytileiki er á milli einstaklinga. Í hópi lífvera, t.d. síldarstofni, er munur á einstaklingum og ef munurinn er arfgengur að hluta, þá getur stofninn þróast.

Í þessari viku áttu að ver tvö erindi við líffræðistofu HÍ sem fjalla um breytileika milli einstaklinga og tegunda. Erindi Herbert H.T. Prins prófessor við Wageningen University í Hollandi (og gestaprófessor við Dept. Ecology and Evolutionary Biology,  Princeton University), The future of mammal diversity fellur niður.

--------------------

Lisa Anne Libungan, doktorsnemi hjá Snæbirni Pálssyni við Háskóla Íslands vinnur að verkefni í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. Hún mun fjalla um aðgreiningu síldarstofna í NA-Atlantshafi (Stock identification of herring in the NE-Atlantic). Erindi hennar verður föstudaginn 22. febrúar kl. 12:30 í stofu 131 í Öskju. Lisa fjallar um rannsókn sína á formi kvarna, sem hún hefur notað til að greina mun á milli undirstofna síldar í norður Atlantshafi. Úr ágripi:

Atlantic herring (Clupea harengus) may have the most complex stock structure of any marine fish species where stocks are defined based on where and when they spawn. Atlantic herring often share the same morphological body features regardless of origin, making it problematic to estimate the contribution of each stock in mixed fisheries.

Otoliths are earstones located in the inner ear of teleost fishes and their shape has been used for species and stock identification. The otolith shape is affected both by genetic factors and the characteristics of the area inhabited by the fish throughout its life. Using otoliths as a phenotypic marker is particularly practical because they are routinely collected for stock assessment purposes and therefore no additional sampling is needed.

kvarnir_i_r2.jpgMynd af kvörnum var tekin af Lísu Libungan - picture copyright Lisa Anne Libungan.

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

Leiðrétting. Pistillinn var lagfærður eftir að fyrirlestur Herberts Prins féll niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband