Leita í fréttum mbl.is

Jökli var rænt

Fræðitímaritið Jökull rit Jöklarannsóknarfélags Íslands lenti í klónum á óprúttnum náungum.

Fræðatímaritið var með einfalda gamaldags vefsíðu, reyndar bara á íslensku þótt það geri sig út fyrir að vera alþjóðlegt tímarit. Skuggabaldrarnir settu um gervisíðu fyrir tímaritið og sóttust eftir vísindagreinum. Hugmynd þeirra var sú að samþykkja greinarnar og rukka svo vísindamennina um prentunargjald. 

Prentunargjald hefur rutt sér til rúms á síðustu 10 árum, sem leið vísindatímarita til að komast hjá því að rukka áskriftargjöld. Í stað þess að áskrifendur borgi fyrir tímaritin, borga vísindamennirnir sem birta greinarnar fyrir kostnaðinn við útgáfuna. Þetta er kjarninn í hreyfingunn fyrir opnum aðgangi (open access).

En þetta má misnota, eins og reyndar gamla viðskiptamódelið í vísindaútgáfu. Einhverjir glæpamenn hafa sett upp gervi tímarit og í nokkrum tilfellum stolið tímaritum. Nú síðast rændu þeir Jökli.

Jeffrey Beall fjallað um jöklaránið á bloggsíðu sinni Scholarly open access. Hann segir meðal annars:

The old print journal Jökull, published in Iceland since 1951, has been hijacked. The hijackers set up two bogus web sites for the journal and are accepting article submissions.

In earlier blog posts, I reported the identity thefts of two print journals, namely, Archives des Sciences and Wulfenia. In a journal hijacking, the culprits target a respected print journal that does not have a prominent website. Then they create a new website, stealing the identity of the legitimate journal.

Góðu fréttirnar eru þær að Jökull uppfærði sína vefsíðu, og hefur nú betri ásýnd.

Slæmu fréttirnar eru þær að hermisíðurnar eru ennþá lifandi. Jöklarannsóknarfélagið hefur reynt að fá þeim lokað, en ekki tekist.

Ég vill leggja áherslu á að þetta vandamál er ekki bundið við Opinn aðgang, eða eðlileg afleiðing opins aðgangs. Þetta er afleiðing netvæðingarinnar fyrst og fremst. En svona blekkingar sýna okkur líka að vísindamenn eru jafn ginkeyptir og við hin fyrir einföldum barbabrellum.

Bestu þakkir til Hrafns Malmquist fyrir að benda fólki á opinn aðgangur póstlistanum á málið.

Leiðrétting. 

Eftir hádegið 14. ágúst, var tengill á nýja opinbera vefsíðu Jökuls uppfærður (þökk Baldvin Zarioh fyrir ábendinguna).

Ítarefni:

Icelandic Journal Latest Victim of Journal Hijacking

Opinn Aðgangur á Íslandi - Upplýsingagátt um OA á Íslandi

Gömul viðskiptaveldi og nútíminn

Nýja vefsíða Jökuls

http://www.jokulljournal.is/

Gamla vefsíða Jökuls

http://www2.jorfi.is/?page_id=15


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband