Leita í fréttum mbl.is

Mamma, pabbi og staðgöngumamma

Lífverur fjölga sér á tvo megin vegu. Gerlar stunda kynlausa æxlun, en dýr, sveppir og plöntur styðjast flest við kynæxlun. Algengast er að karldýr og kvendýr hittist og sjái til þess kynfrumur renni saman, til að mynda nýjan einstakling.

Flestar manneskjur átta sig á að börn verða til á þennan hefðbundna hátt.  En með tilkomu tæknilegra nýjunga er hægt að geta börn á annan hátt.

Tæknifrjóvgun, t.d. þar sem sæði er sprautað inn í eggfrumu, hefur rutt sér til rúms á undangengnum áratugum. Þetta gerir fólki kleift að eignast börn, jafnvel þegar sæðisfrumurnar eru mjög slappar til sunds, eða ósamrýmanlegar egginu á annan hátt.

Ófrjósemi er náttúrulegt fyrirbrigði, en læknavísindin hefur náð að yfirstíga hana með þessari aðferð og öðrum nálgunum. Eitt vandamál er t.d. galli í móðurlífi, eða ef fjarlægja þarf það vegna sýkinga eða sjúkdóms. Og einnig eru hommar óheppilega byggðir fyrir meðgöngu.

En hægt er að koma fósturvísi fyrir í staðgöngumóður, og þar getur það þroskast í hvítvoðung á uþb. 9 mánuðum. Staðgöngumæðrun er bönnuð hérlendis, sem og á öðrum norðurlöndum. Samt eru dæmi um íslensk börn sem fædd hafa verið erlendis, af staðgöngumæðrum.

Á fundi norrænu lífsiðfræðinefndarinnar sem haldinn var 26. og 27. ágúst síðastliðinn þá eru margir fletir á málinu, siðfræðilegir og lögfræðilegir. En augljóst er að bann við staðgöngumæðrun, ýtir fólki til útlanda. Margir hafa sótt til Indlands, og þar er kominn upp blómlegu þjónusta (iðnaður) fyrir pör sem glíma við ófrjósemi.

Vandamálið er bara að réttindi staðgöngumæðra í Indlandi eru frekar lítil, engin lög og þau drög sem eru á borðinu eru skrifuð með hagsmuni væntanlegra foreldra og þjónustuaðillanna að leiðarljósi. Þótt að staðgöngumæðrun sé að vissu leyti betra "starf" en mörg önnur sem indverskum konum standa til boða, þá virðist mér ljóst að margt þurfi að lagfæra til að gott sé.

Þetta verður síðasti pistill-blogg um staðgöngumæðrun í bili, en ég bendi áhugasömum á viðtöl Spegilsins við Ruth Macklin siðfræðiprófessor við Albert Einstein Háskólann í New York og Sjónmáls við Salvöru Nordal forstöðumann siðfræðistofnunar HÍ.

  • Sjónmál 28. Ágúst 2013: Salvör Nordal heimspekingur segir frá umræðum á nýafstaðinni ráðstefnu um staðgöngumæðrun og tæknifrjóvganir og þeim álitamálum sem þar voru til umfjöllunar
  • Spegillinn: Staðgöngumæðrun frá sjónarhóli nytjahyggju  27. Ágúst 2013: Konur sem gerast staðgöngumæður á Indlandi eru flestar ólæsar, oft eina fyrirvinna fjölskyldu sinnar og með veikan félagalegan bakgrunn

Ítarefni:

Ruth Macklin, prófessor í siðfræði

Visir.is 2011 Við gátum ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi

STEPHANIE SAUL 2009 NY Times Uncertain Laws on Surrogates Leave Custody at Issue

Reproductive Technology and Surrogacy – a Global Perspective, Reykjavik 25-27 August

http://www.ruv.is/mannlif/sjalfsogd-thjonusta-eda-idnadur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband