Leita í fréttum mbl.is

Skammar forsætisráðherrann...

og yfirgefur Spán. Stjörnufræðingurinn Amaya Moro-Martín starfaði á Spáni en sagði nýverið upp og réð sig til NASA. Til að kveðja, sendir hún spænska forsetisráðherranum opið bréf sem birtist í blaðinu El País. Ensk þýðing bréfsins birtist í The Guardian - sjá tengil neðst.

Þar hraunar hún yfir stefnu(leysi) spænsku stjórnarinnar í  vísindum og nýsköpun, og tíundar ótrúlega eiginleika spænsks skriffinnskubákns sem þarf að votta gæði spænskra vísindamanna.

Til að hvetja spænsk stjórnvöld til að hlúa að nýsköpun og fræðimennsku skrifuðu 50.000 spænskir vísindamenn skrifuðu undir lista. Þegar það hafði engin áhrif, þá skrifuðu 80.000 vísindamenn undir annað opið bréf. Og stjórnvöld höfðu ekki einu sinni fyrir því að veita þeim móttöku. 

Hún klykkir út með bombu:

Mariano, during your administration, research in this country has sunk hopelessly into the abyss of the Mariana Trench. And even though our scientific colleagues have discovered that there is life down there, I should tell you that it is bacterial. 

Staðreynd málsins er að vísindarannsóknir og nýsköpun hefur orðið undir í kreppunni. Stjórnvöld, á Spáni, hér sem næstum allstaðar annarstaðar, hafa minnkað styrki til vísindarannsókna (ef ekki í krónum þá að raunvirði). Einnig hefur samdrátturinn þrengt að vísindarannsóknum óbeint, t.d. hérlendis, þar sem aukinn fjöldi nemenda hélst í hendur við niðurskurð til Háskóla. Við HÍ þýddi þetta aukna kennsluskyldu, breytingar á reikniflokkum, og að kennarar fá ekki greitt fyrir að sinna framhaldsnemum. Reyndar fá þeir greitt fyrir leiðbeininguna þegar nemendurnir útskrifast, sem getur verið eftir 2,3,4,5 ár. Sumir framhaldsnemar hætta námi, og þá fer kannski 6 mánaða vinna í vaskinn - ógreidd.

Ég veit um fólk innan HÍ sem er farið að leita sér starfa erlendis. Vonandi tekur einhver þeirra sig til og skrifar opið bréf til íslenskra stjórnvalda. Amaya Moro-Martín er ekki bara hetja á Spáni.

The Guardian 29. ágúst 2013 Farewell letter to the Spanish PM from a scientist who is packing her bags

Open Letter for Science


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband