Leita í fréttum mbl.is

Óperur bæta líðan eftir hjartaígræðslu

Að minnsta kosti ef þú ert mús. Japanskir vísindamenn framkvæmdu hjartaígræðslur á músum, og könnuðu óperur hefðu áhrif á batahorfur músanna. Og viti menn, mýsnar sem hlýddu á óperurnar jöfnuðu sig betur en þær sem fengu engar óperur.

Ig nóbelsverðlaunin snúast um að verðlauna snjallar rannsóknir, eða amk rannsóknir sem hafa spaugilegan vinkil.

Það er auðvelt að afneita Ig nóbelnum sem kjánaskap, og jafnvel gagnrýna að þau séu í raun vísindasirkus. En aðstandendur gæta þess að velja ekki bara fyndnar rannsóknir, heldur einnig rannsóknir með forvitnilega ef ekki hagnýta vinkla.

Í samfélagi nútímans er reyndar kappnóg af skemmtan, og sumir segja að minni áhugi fólks á þjóðfélagsmálum, menningu og vísindum sé að hluta til vegna þess að afþreyingar gleypi allan tíma. Susan Jacoby segir amk í The age of American unreason, að helsta afurð bítlatímans sé einmitt minnislaus poppkúltúr sem drekki upplýstri umræðu.

Ef til vill er eina leiðin til miðla mikilvægi vísinda að klæða vísindamennina í búninga og láta þá koma fram í risastórri grínóperu. Einmitt eins og Ig Nobelinn var í gær. Í tilefni af rannsóknarinnar á hjartaígræðslum, var verðlaunaathöfn Ig Nóbelsins skipulögð sem ópera í 4 þáttum, með stuttum innslögum þar sem sigurvegararnir tóku við verðlaunum.

Hægt er að horfa á sirkusinn á vef Ig Nobel - Improbable research.

Emma-Bell-Violetta-in-La--012

Mynd af vef The Guardian.

Ítarefni:

2013 Ig® Nobel Prize Ceremony & Lectures - Improbable Research

Alok Jha The Guardian 13. sept. 2013. Ig Nobel prize for discovery that opera is good for a mouse's heart

Fréttaskot frá Associated Press http://www.youtube.com/watch?v=QcqVVbjiXOE

Masateru Uchiyama, Xiangyuan Jin, Qi Zhang, Toshihito Hirai, Atsushi Amano, Hisashi Bashuda and Masanori Niimi Auditory stimulation of opera music induced prolongation of murine cardiac allograft survival and maintained generation of regulatory CD4+CD25+ cells Journal of Cardiothoracic Surgery, vol. 7, no. 26, epub. March 23, 2012.


mbl.is Bjór rannsókn hlýtur Ig Nóbelinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Blessaður.Mýs hafa ekkert vit á músík.Ég er viss um að ef ég færi í hjartaígræðslu og þaðan beint í óperuna myndi ég drepast úr leiðindum í staðinn.

Jósef Smári Ásmundsson, 13.9.2013 kl. 18:05

2 identicon

Þetta er ekki síður merkilegt:

http://www.bbc.co.uk/news/science-environment-23230411

Jóhann (IP-tala skráð) 13.9.2013 kl. 18:54

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Jósef

Tónlist virkar jafnvel á mýs sem hafa ekkert vit á músik.

Það væri gaman að vita hvaða áhrif ópera hefði á mannfólk eftir aðgerðir.

Reyndar notuðu þeir einnig nýaldartónlist eftir Enyu, og mig minnir að hún hafi haft svipuð áhrif. Þannig að etv, væri hægt að bjarga lífi þínu með annarslags tónsmíðum.

Takk Jóhann fyrir tengilinn, mjög forvitnilegt.

Arnar Pálsson, 16.9.2013 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband