Leita í fréttum mbl.is

Ráðstefna um Líffræðirannsóknir á Íslandi - skráning hefst

Líffræðifélag Íslands býður til ráðstefnu um Líffræðirannsóknir á Íslandi 8. og 9. nóvember 2013

Frestur til að senda inn ágrip er 10. október.

Fólk getur kynnt líffræðirannsóknir eða líffræðikennslu (í samstarfi við Samlíf) með erindum eða veggspjöldum. Erindi og veggspjöld mega vera á íslensku eða ensku. Ráðstefnunni verður skipt upp í málstofur eftir viðfangsefnum og tungumálum. Ef of margar beiðnir um erindi berast, getur þurft að bjóða sumum þátttakendum að senda inn veggspjald í staðinn.

Vinsamlegast skráið þátttöku og ágrip á http://lif.gresjan.is/2013

Einnig er ókað eftir tilnefningum um unga eða eldri vísindamenn sem hafa skarað fram úr í líffræðirannsóknum. Tilnefningar sendist á Snæbjörn Pálsson eða Bjarna K. Kristjánsson.

Staðfest yfirlitserindi
James Wohlschlegel – UCLA
Þóra Ellen Þórhallsdóttir – HÍ
Agnar Helgason – HÍ og ÍE.

Laugardagskvöldið 9. nóvember verður haustfagnaður félagsins.

Nánari upplýsingar, um ráðstefnu og haustfagnað birtast á nýrri vefsíðu félagsins http://biologia.is

Vinsamlegast dreifið auglýsingu!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband