Leita í fréttum mbl.is

Auðlindastjórnun byggð á rannsóknum

Ímyndaðu þér að þú og félagar þínir stjórni litlu landi og hafir áhuga á að nýta auðlindir þess á sem skynsamastan hátt.

Nokkrir kostir standa til boða.

Þú getur fengið þér góða markaðsmenn til að selja auðlindina, góða verkfræðinga til að nýta auðlindina eða góða vísindamenn til að skilja eðli og takmörk auðlindarinnar.

Ef þú værir skynsamur þá myndir þú vilja fá alla þessa aðilla (og fleiri) til að hjálpa þér.

Þú myndir að minnsta kosti ekki skerða framlag til þeirra sem bestir eru í að rannsaka auðlindirnar og skilja takmarkanir  þeirra, samhengi og eðli. Og ekki myndir þú svelta háskólanna sem þjálfa fólk sem getur rannsakað, virkjað og selt auðlindina.

En það er einmitt það sem núverandi ríkistjórn Íslands gerir. Hún virðist ekki skilja að framfarir í hinum vestræna heimi eru að miklu leyti byggðar á menntun, tækni og vísindum. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2014 er skerðing á framlögum til grunnrannsókna og tækniþróunar.

Fólki er tíðrætt um að það borgi sig ekki að éta útsæðið.

En þeir bera líka ábyrgð sem kveikja í kartöflugeymslunni.


mbl.is Sjálfbærni og ábyrg auðlindastjórnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hafðu það í huga gæskur að auðlindin sem kennd er við fisk gaf íslenskum sjómönnum yfir 400 þús tonn af þorski árlega upp úr sjó allt til ársins 1983 en síðan þá hefur hún verið nytjuð samkvæmt "vísindalegri" ráðgjöf til stjórnmálamanna og hefur gefið tæplega 200 þús tonn upp úr sjó svo áratugum skiptir.

Auk þess skaltu ekki gleyma því að það fólk var vel menntað að vestrænum hætti sem þáði góð laun við að setja Ísland á hausinn. Síðan gæturðu velt því fyrir þér hvort það er ekki einmitt stjórnmálamenn sem koma úr fáviskufabrikkum ríkisins sem éta útsæðið og bera eldfærin að kartöflugeymsunum.

Magnús Sigurðsson, 29.10.2013 kl. 18:48

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Magnús fyrir athugasemdina

Hluti af vandamálinu við kvótakerfið og fiskveiðiráðgjöfina er það að Hafrannsóknarstofnun er á beinum fjárlögum og ekki sama krafa um vísindaleg gæði og að niðurstöðurnar séu birtar á alþjóðlegum vettvangi. Kveikjan að pistli mínum var sú staðreynd að Fjármálaráðherra vill skerða samkeppnisjóði rannís, sem eru eini vettvangur þar sem fé er veitt til rannsókna út frá gæðum verkefna og reynslu vísindamanna. En svo að ég verji fiskveiðistjórnunina, þá er nógu erfitt að skilja hvað gerist í hafinu. Það er síðan margfallt erfiðara að spá fyrir um hvað muni gerast á næsta ári! Fiskveiðistjórnun er eðli málsins samkvæmt ónákvæm vísindi, enda skipta hundruðir þátta máli fyrir vöxt og viðgang fiskistofna. Mér finnst eðlilegt, miðað við reynsluna af hruni þorskins í Norðursjó og við austurströnd Kanada að feta varlega. En það er sannarlega mögulegt að bæta kerfið. Ef til vill ættum við að gera eins og danir, sem sameinuðu nær alla Háskóla sína og rannsóknarstofnanir í nokkrar stórar einingar. Ef svo væri gert, yrði Hafró hluti af HÍ og hluti starfsfólks væri með rannsóknaskyldu og gæti keppt um styrki í samkeppnisjóðum.-------Ég gleymi því ekki að það voru velmenntaðir lögfræðingar og viðiskiptafræðingar sem settu Ísland á hausinn. Það voru engir raunvísindamenn við stjórnvölin þá.

Arnar Pálsson, 31.10.2013 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband