Leita í fréttum mbl.is

Besta blað í heimi

Meðan við bjuggum í ameríku keyptum við iðullega New York Times. Við vorum reyndar ekki með það í áskrift, en keyptum stundum helgarblaðið og kíktum næstum daglega á vefsíðuna. Þriðjudagsblaðið var í sérstöku uppáhaldi, því þar var sérlega vönduð vísindasíða. Reyndar hafa vísindasíður verið á hröðu undanhaldi í amerískum blöðum, og fyrir hverjar 300 mínútur af fréttum á kapalstöðvunum er aðeins 1 mínúta sem fjallar um vísindaleg efni.

Vegna þess að blaðið er einnig með vandað umfjöllum amerísk þjóðmál og fréttir af heimsbyggðinni, sem eru töluvert dýpri en það sem RÚV, visir.is og mbl.is bjóða upp á, þá keypti ég mér áskrift af blaðinu á netinu.

Ég held að það sé skylda þeirra sem annt er um vandaða fjölmiðlun, að kaupa áskrift af þeim miðlum sem bestir eru. Það er ekki líklegt til að stuðla að mannlegum framförum, ef maður er bara áskrifandi að þeim miðlum sem púkka upp á heimsmynd manns sjálfs, eða sem skaffa ekkert nema afþreyingu.


mbl.is Auglýsingasala skýrir tap New York Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband