Leita í fréttum mbl.is

Erfðaupplýsingar og rétturinn til að vita...hvað?

Erfðaupplýsingar eru sérstakar að vissu leyti. Þær berast frá foreldrum til afkvæma, og hafa mikil áhrif á eiginleika fólks sem og annara lífvera.

Samfara miklum tækniframförum í erfðafræði, hefur opnast tækifæri á að greina mjög stóra hópa fólks. Einnig fylgir tækninni tækifæri til að finna fleira en leitað er að.

Segjum sem svo að hópur fólks (oftast 1000 eða fleiri) taki þátt í rannsókn á ákveðnum sjúkdómi. Ef erfðamengi þeirra eru raðgreind í heild sinni, þá getur vísindamaðurinn fundið hvaða stökkbreytingar í erfðamenginu tengjast sjúkdóminum. Þær auka þá eða minnka líkurnar á sjúkdómnum. En líka er hægt að kanna aðra eiginleika í gögnunum. Hægt er að skoða hvaða erfðaþætti hver einstaklingur hefur, með því að fletta upp í gagngrunnum um aðra sjúkdóma. Og jafnvel geta fundist í einstaklingum nýjar breytingar, greinilega alvarlegar, í einhverjum mikilvægum genum.

Spurningarnar sem velt hefur verið upp eru nokkrar:

Hvað má vísindamaðurinn skoða mikið í svona gagnasettum?

Á vísindamaðurinn rétt á að uppfræða einstaklinginn um ákveðna alvarlega galla í svona persónubundnum gögnum?

Á einstaklingurinn rétt á sínum gögnum?

Á einstaklingurinn rétt á að fá upplýsingar um alvarlega galla sem gögnin hans afhjúpa?

Á einstaklingurinn rétt á að vita ekki hvað er í gögnunum sínum?

Umræðan um þetta hefur risið og hnigið hérlendis. Risið hefur því miður aldrei verið mjög hátt, enda margt skemmtilegra að gera en að spá í genum og friðhelgi einkalífsins.

Eftir tvær vikur verður haldinn fundur hérlendis  á vegum Norrænu lífsiðanefndarinnar og samstarfshópurs sem kallast PopGen. Hér með fylgir tengill á auglýsingu um fundinn og dagskránna. Skráningar er þörf, en hún er ókeypis.

---------------------

Whole-genome sequencing and the implications for health care – Do we have a right not to know?

Workshop in Reykjavik 16–18 October 2014

With the whole-genome sequencing and whole exome sequencing, especially the issue of incidental findings, the boundaries between genetic research and clinical practices are being tested. An incidental finding has been defined as “a finding concerning an individual research participant that has potential health or reproductive importance and is discovered in the course of conduct – but is beyond the aims of the study”. A major question is how incidental findings should be translated into the health care practice. Should individuals be informed about such findings? Do they have a right not to know?

Given the growing interest between the Nordic countries in cooperation in biobank and registry based research, The Nordic Committee on Bioethics believes it is important to discuss these questions on a Nordic level. At the workshop in Reykjavik, specialists in the field will debate some of the challenges of whole-genome sequencing with the focus on autonomy and individual right not to know about health conditions or risk.

The workshop is held in relation to the kick-off meeting of PopGen (Population Whole Genome Sequencing: Implications for the Nordic Solidaristic Health Care).This project is funded by NOS-HS and consists of a series of exploratory workshops.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innan tíðar munum við fá eftirfarandi greiningar frá vísindamönnum:

1. Það eru sjöfaldar líkur að þú fáir krabbamein.

2. Það eru minna en einfaldar líkur á því að þú látist úr lífstílskvilla.

3. Það eru veruleg líkindi til að þú deyir vegna æða/hjartasjúkdómi.

4. Alzheimer er ríkjandi í þínu nánasta genamengi.

...og svo framvegis.

En vafalítið eru vísindamenn siðferðilega skyldugir til að benda okkur dauðlegum á viðlíka sannindi. 

Kannski fá vísindamenn smá aur fyrir ómakið.

Jóhann (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 20:28

2 identicon

Allavega breytist umhverfi líf og sjúkdómatrygginga ef þessar upplýsingar komast í okkar hendur. Í dag eiga tryggingafélögin rétt á sömu upplýsingum og við höfum. Og geta neitað um tryggingu ef þekkt saga er þeim óhagstæð.  En verði sá réttur til upplýsinga afnuminn mun fólk vilja tryggja sig ef genin eru óhagstæð og tryggingafélögin bregðast við með því að stórhækka tryggingariðgjaldið eða hætta að bjóða þessar tryggingar.

Davíð12 (IP-tala skráð) 3.10.2014 kl. 10:26

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Jóhann

Ég verð að fá eintak af kristalskúlunni þinni, hún toppar fimmtudagsjónvarpið.

Davíð12

Það er alveg rétt að tryggingakerfið og heilbrigðiskerfin geta breyst mikið í kjölfarið. Fyrir okkur liggur að

ná sem bestum upplýsingum úr þessum gagnagrunnum, til að gera heilbrigðisþjónustuna sem besta og bæta líðan fólks.

tryggja að friðhelgi einkalífsins verði virt

sníða lagaumhverfi fyrir líf og sjúkratrygginga, sem á sanngjarnan hátt tekur tillit til nýrra upplýsinga án þess að ganga á rétt einstaklinga

Það verður meiriháttar verkefni.

Arnar Pálsson, 3.10.2014 kl. 11:27

4 identicon

"Ég verð að fá eintak af kristalskúlunni þinni, hún toppar fimmtudagsjónvarpið."

og:

"Fyrir okkur liggur að ná sem bestum upplýsingum úr þessum gagnagrunnum, til að gera heilbrigðisþjónustuna sem besta og bæta líðan fólks."

"Kristalkúlan" er gagnagrunnar "ykkar".

Jóhann (IP-tala skráð) 3.10.2014 kl. 23:08

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Jóhann.

Gagnagrunnarnir nýtast mun betur til að greina mynstur eða tengsl í stórum hópi, en mun verr til að sjúkdómsgreina einstaklinga!

Það er fólk sem reynir að sannfæra okkur/ykkur um að gagnagrunnarnir auðveldi sjúkdómsgreiningar og geri þannig mögulega persónulega heilbrigðisþjónustu eða lækningar.

Ég er þeirrar skoðunar að sá ávinningur hafi verið ofmetinn.

Þannig að ég held að kristalskúlan sé "þeirra".

Arnar Pálsson, 6.10.2014 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband