Leita í fréttum mbl.is

Þroskun og erfðafræði Þingvallableikjunnar

Áberandi er að í íslenskum vötnum hafa ólíkir bleikjustofnar þróast hratt frá lokum síðustu ísaldar. Það sem forvitnilegra er að þróunin virðist vera svipuð í mismunandi vötnum, t.d. myndast dvergar í mörgum ferskvatnslindum. Í því verkefni er þessi náttúrulegi breytileiki í íslenskum bleikjustofnum notaður til samanburðarrannsókna, sem lýsa má sem nokkurskonar náttúrulegri tilraun í samhliða þróun (parallel evolution).

Þingvallableikjur hafa verið rannsakaðar um áratugaskeið. Í vatninu er fjögur afbrigði af bleikjum, sem hafa þróast þar síðan síðustu ísöld lauk. Sem er merkilegt því munurinn er ansi afgerandi á afbrigðunum, þó að einungis 10.000 ár séu liðin. Í dag eru bleikjurnar einangraðar í vatninu, og ganga ekki til sjávar eins og venjulegar bleikjur.

Síðustu 6 ár hefur hópur við Háskóla Íslands rannsakað þroskunarfræði bleikjunnar, með það að markmiðið a kanna rætur útlitsbreytileikans.

Helstu spurningarnar eru:

Hvenær er greinanlegur munur á þroskun bleikjuafbrigðanna?

Hvaða gen og boðkerfi liggja að baki muninum í formi höfuðs og kjálkabeina bleikjuafbrigðanna?

Hvaða gen tengjast ólíkum vaxtarformum?

Hvaða gen og ferli eru erfðafræðilega ólík milli bleikjuafbrigðanna?

ac_370_2_0_7_1.jpg

 Næsta fimmtudag mun Íranskur doktorsnemi, Ehsan P. Ahi verja ritgerð sína um þetta efni.

Myndin er af höfuðbeinum bleikju, stuttu eftir klak seiðis úr egginu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband