Leita í fréttum mbl.is

Frelsi í akademíu og hlutverk háskóla

Bjarni Kr. Kristjánsson, skólabróđir og vinur vor, ritađi ágćta hugleiđingu um akademískt frelsi á fésbókarsíđuna sína.

Oft er talađ um Akademískt frelsi. En hvađ er ţađ? Akademískt frelsi er hornsteinn háskóla og gerir ţá ađ ţeim einstöku stofnunum sem ţeir eru. Hér á landi er mikilvćgi akademísks frelsis bundin í yfirlýsingu íslenskra rektora 2005, sem og lögum um háskóla.

Í ţessu frelsi felst ađ háskólar eiga ađ vera sjálfstćđir, frá stjórnvöldum og atvinnulífinu. Akademískt starfsfólk skólanna á ađ móta stefnu ţeirra, sem og hverjir eru ráđnir til ađ starfa viđ hliđ ţeirra. Sumir halda ţví fram ađ hluti af akademísku frelsi háskóla sé réttur ţeirra til ađ vera fjármagnađir.

Akademíst frelsi veitir akademískum starfsmönnum háskóla rétt til ađ ákveđa hvađ og hvernig ţeir kenna, hvađ og hvernig ţeir rannsaka og rétt til ađ tjá sig á opinberum vettvangi án ţess ađ ţeir eigi á hćttu ađ missa vinnuna, eđa vera refsađ á annan hátt.

En frelsi fylgir ábyrgđ. ţađ er ţannig krafa á akademíska starfsmenn: ađ ţeir beiti gagnrýnni hugsun. Séu inn í ţví sem er ađ gerast í ţeirra frćđigrein. Kenni á ţann hátt ađ nemendur móti sína eigin gagnrýnu hugsun, eru ekki međ predikanir, Séu heiđarlegir í sinni vinnu, svindli ekki í rannsóknum, stundi ekki ritstuld. Séu međvitađir um sinn eiginn bías og reyni ađ lágmarka hann sé ţess kostur. Séu trúir sinni akademísku stofnun, vinni ekki utan hennar, ađ sinni frćđagrein án leyfis, hagi máli sínu ţannig ađ ekki halli á stofnunina. Birti niđurstöđur rannsókna sinna. Séu ţáttakendur í innlendu og erlendu akademísku samfélagi.

Velti stundum fyrir mér hvort ađ allir akademíkerar séu međvitađir um ţetta, og einnig hvort ađ stjórnendur allra háskóla hafi líka skilning á ţessu. Hvađ ţá stjórnvöld, eđa samtök atvinnulífsins

Ég er sammála mörgum punkum hjá Bjarna, ţó mađur hefđi kannski orđađ hlutina ađeins öđruvísi.

Síđasti punkturinn er sá sem veldur mestri togstreitu um háskóla. Ástćđan er sú, sem Páll Skúlason heitinn rćđir í bók sinni um háskólapćlingar, ađ viđ höfum ólíka sýn á hlutverk háskólanna.

Sumir sjá háskóla sem framleiđslustöđ fyrir sérhćfđan og mikilvćgan starfskraft.

Sumir sjá háskóla sem uppsprettu hagnýtrar ţekkingar og sprotafyrirtćkja.

Sumir sjá háskóla sem miđstöđ frćđilegrar hugsunar og leitar ađ vísindalegri ţekkingu.

Eins og Bjarni segir ţá eru háskólamenn, stjórnvöld og atvinnulíf međ mismunandi skilning á hlutverki háskóla og mikilvćgi akademísks frelsis, og einnig er skođanirnar skiptar innan hvers hóps um sig. Margir háskólamenn nútímans halda ađ ţeirra helsta hlutverk sé ađ ţóknast iđnađi og atvinnulífi, en vanrćkja frćđimennsku og ţroskun gagnrýninnar hugsunar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband