Leita í fréttum mbl.is

Er maðurinn ennþá að þróast?

Maðurinn er kominn af öpum. Sem þýðir ekki að simpansar séu forfeður okkar, heldur að við og simpansar erum komnir af sama apanum sem lifði fyrir einhverjum 5 milljón árum eða svo.

Steinveringafræðingurinn Neil Shubin skrifaði fræga bók um þróunarlegan uppruna mannsins, sem hann kallaði okkar innri fiskur. Þar lýsti Neil því hvernig margt í byggingu og eiginleikum mannsins má útskýra með þeirri staðreynd að við og fiskar eigum sameiginlegan forföður.

Þróun er afleiðing breytileika í eiginleikum, erfða sem hafa áhrif á þá eiginleika og mishraðri æxlun. Af þessu þrennu leiðist að lífverur munu þróast. Og þar sem barátta er fyrir lífinu munu eiginleikar lífvera breytast, aðlagast umhverfinu og áskorunum lífsins.

Allar lífverur uppfylla þessi skilyrði og þar af leiðandi þróast allar lífverur. Alltaf. Líka menn, í dag.

hominids2.jpg

Guðmundur Pálsson og Andri Freyr Viðarsson kölluðu okkur til samtals um þróun mannsins í síðdegisútvarp Rásar 2 þann 21. september síðastliðinn (samtalið hefst á 47 mínútu).

Ítarlegri pistill byggður á þessum er í vinnslu.

Ítarefni:

Arnar Pálsson 10. mars 2011 Eyðilegging á erfðamenginu skóp einkenni mannsins

Arnar Pálsson 29. maí 2017 Gen sem voru meinlaus fyrir 1000 árum eru banvæn í dag

Arnar Pálsson 1. nóv. 2011 Keyptu forfeður okkar heila fyrir garnir?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég verð að halda áfram að mótmæla apa-skyldleikanum: 

Allt líf var flutt til jarðarinnar frá öðrum plánetum: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/2200308/

Jón Þórhallsson, 6.10.2017 kl. 18:04

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hins vegar er rétt hjá ykkur að allt líf/hegðun þróast eitthvað smávegis;

hérna gæti t.d. verið næsta skref í okkar ÞRÓUN: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2197645/

Jón Þórhallsson, 6.10.2017 kl. 18:09

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nú þroskast homo sapiens islandicus meira til fótanna en til höfuðsins. Þetta skilar sér í afleitum stjórnmálamönnum, enn verri vísindamönnum en aldeilis frábærum knattspyrnumönnum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.10.2017 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband