Leita í fréttum mbl.is

Líffræðiráðstefnan 26. til 28. október 2017

Ráðstefnan spannar alla líffræði, frá mönnum til þörunga, vistkerfum til efnaskiptakerfa, og stjórnröðum gena til flóka prótína.

dsimulans_dsechellia_lottetal2007_s.jpgStaðfestir öndvegisfyrirlesarar:

Why trace metals matter in environmental microbiology
Jean-Philippe Bellenger

The role of intracellular waste and recycling in cancer

Margrét H. Ögmundsdóttir

Human genetics as big data science

Gísli Másson

The North Atlantic subpolar gyre regulates marine ecosystems

Hjálmar Hátún

Sátt eða sundrung? Sambúð manns og náttúru í fjórum heimsálfum / Synergy or segregation?: Interplay between man and nature in four continents

Hafdís H. Ægisdóttir

Þar að auki munu tveir lífvísindamenn hljóta verðlaun fyrir ævistarf og glæsilegt upphaf ferils.

Dagskrá í heild sinni er aðgengileg á vef liffræðifélagsins.

a_160.jpgSkráningarvefur er nú lokaður en hægt er að skrá sig á vettvangi, fundurinn er öllum opinn.

Aðstandendur ráðstefnunar eru Líffræðifélag íslands, Hafrannsóknarstofnun, Líffræðistofa HÍ, Verk og náttúruvísindasvið HÍ, Lífvísindasetur HÍ, Háskólinn á Hólum,Landbúnaðarháskóli Íslands ásamt fleirum.

Nánari upplýsingar, um ráðstefnu og haustfagnað birtast á þessari vefsíðu félagsins biologia.is.

Myndirnar sýna, genatjáningu í fóstrum ávaxtaflugna (efri) og mosa á toppi Esjunnar (neðri). Efri mynd tók Misha Ludwig, þá neðri pistlahöfundur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Væri það ekki stór-frétt á meðal allra líffræðinga ef að nú væri komin 100% og áþreifanleg sönnun/DNA-sýni úr geimveru frá öðru stjörnukerfi? (Sjá neðsta myndbandið):

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1360331/

----------------------------------------------------------------

Ég skora einnig á æðstu toppana í líffræði í Háskóla Íslands  og RÚV-sjónvarp að setja sig í samband við háskóla erlendis og fylgja eftir eftir rannsóknum af Bigfoot-DNA-Sýnum: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1460069/

Jón Þórhallsson, 26.10.2017 kl. 09:38

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það má líka velta því upp hvort að líffræðingar séu með eitthvert loka-takmark í leit sinni að einhverju?

Hverjar gætu verið brýnustu spurningarnar sem að þá vantar svör við tengt lífsgátunni?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/3219/

Jón Þórhallsson, 26.10.2017 kl. 13:12

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Jón

Þekkingarleitin tekur á sig margskonar form.

Vísindamenn vinna eftir ákveðinni aðferð, sem gerir strangar kröfur um nálgun, sýnatöku, úrvinnslu og samhengi við fyrirliggjandi staðreyndir og kenningar.

Spurningarnar taka einnig sífelldum breytingum, geta verið afmarkaðar en stundum einnig samþættandi.

kv,A

Arnar Pálsson, 26.10.2017 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband