Leita í fréttum mbl.is

Kynþáttahatur Nóbelsverðlaunahafa

Einn af frægari erfðafræðingum nútímans er James Watson, sem ásamt Francis Crick og Maurice Wilkins, hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræði, fyrir að skilgreina byggingu DNA. Watson hefur aldrei verið spar á orð sín eða skoðanir, sem hefur komið honum oft í klandur. Nýverið hóf karlagninn kynningu á nýrri bók, og dró í viðtali við Sunday times efa greind blökkufólks.

Í lauslegri þýðingu kvaðst hann vera svartsýnn á möguleika Afríku til framfara ("inherently gloomy about the prospect of Africa") því allar tilraunir vestrænna landa til að aðstoða Afríkubúa byggjast á því að greind þeirra sé sú sama og vesturlanda búa - nokkuð sem er ekki stutt af rannsóknum ! ("all our social policies are based on the fact that their intelligence is the same as ours – whereas all the testing says not really"). Að auki, sagðist hann vona að allir væru jafnir (jafngreindir?), en að yfirmenn sem þurfa að eiga við svarta undirmenn viti að svo sé ekki ("people who have to deal with black employees find this is not true").

Til að vitna í R. Lewontin, það er munur á "vísindalegum staðhæfingum um manninn og vísindamönnum sem setja fram staðhæfingar um manninn".

Í fyrsta lagi, þá er marg sannað að skilgreiningar frá átjándu og nítjándu öld um kynþætti, svarta, hvíta og gula, eru að mestu gagnslausar. Saga mannkyns og þjóðanna er flóknari en svo, og litarhaft hefur mjög lítið með skyldleika fólks að gera.

Í öðru lagi, þótt augljóst sé að einstaklingar eru misgreindir og að í sumum tilfellum sé arfgerð um að kenna (eða þakka!), þá hefur ekkert sýnt að greind sé mismunandi milli fólks af mismunandi uppruna. 

Í þriðja lagi, vissulega hefur saga mannkyns leitt til einhverrar erfðafræðilegar aðgreiningar, sem í einhverjum tilfellum gæti tengst aðlögun þjóða að umhverfi sínu (t.d. Í Evrópu búum og nautgripahirðingjum í Asíu og Afríku hefur þróast geta til að melta mjólkusykur á fullorðinsárum), en það breytir því ekki að meginþorri erfðabreytileikans er mannkyni sameiginlegur.

Blessaður James karlinn reynir að bera í bætifláka fyrir gönuhlaup sitt með pistli í the Independent. Hann biðst margfaldlega afsökunar, á því að orð hans væru miskilin á þá leiða að, hann héldi að íbúar allrar álfunar Afríku, væru á einhvern hátt erfðafræðilega lakari ("To those who have drawn the inference from my words that Africa, as a continent, is somehow genetically inferior, I can only apologise unreservedly").

Hann eyðir miklu púðri í að ræða erfðir greindar og persónuleika, og segir að við ættum að nálgast það vandamál á vísindalegann hátt, en ekki með kreddum og fordómum. Það er allt gott og lag-gott, en það er athyglisvert að hann segir hvergi berum orðum, að hann haldi að Afríkubúar (svartir í meðförum hans) séu jafngreindir og aðrar mannverur.

Mamma lét mann aldrei komast upp með að afsaka sig fyrir eitthvað annað en það sem maður er skammaður fyrir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband