Leita í fréttum mbl.is

Adam neanderthal og Eva sapiens

Rannsóknir á erfðaefni úr beinum Neanderthalsmanna sýna að þeir tilheyra ekki þeirri tegund mannapa sem flestir bloggarar nútímans tilheyra (það er ekki útiokað að réttháir simpansar fái að berja lyklaborð, rétt eins og að fleygja akrýllitum á léreft). Það eru því fáar vísbendingar um að "samskipti" tegundanna tveggja á steinöld hafi leitt til frjórra afkvæma, og blöndunar á erfðaefni.

Það að nauðsynlegt að hafa þennan aðskilnað tegundanna í huga, til að kunna að meta nýjar niðurstöður sem sýna að Neanderthalsmenn í Evrópu hafi skartað stökkbreytingu í mc1r  sem leiðir til rauðs háralitar. Sérstaklega þar sem svipuð stökkbreyting í sama geni, veldur rauðu hári í h. sapiens. Nýlegar íslenskar rannsóknir (frétt í Sidney Morning Herald) benda til að stökkbreytingar (í mc1r og nokkrum öðrum genum) sem draga úr framleiðslu á litarefni hafi verið náttúrulega valdar á norðurslóð. Það hefur verið túlkað sem vísbending um að of mikið litarefni (t.d. í húð, hári, augum) hafi verið skaðlegt þeim mönnum sem bjuggu fjær miðbaug. Litarefni varnar þess að sólin skemmir DNA í húðinni. En einnig er vitað að sólarljos er nauðsynlegt fyrir nýmyndun á D vítamíni, sem gæti hafa verið orsök fyrir því að valið var gegn litarhafti í norður Evrópu.

Sú staðreynd að Neanderthal mennirnir, sem bjuggu í einnig Evrópu hafi einnig verið með ljósara hár, og e.t.v. húðlit, bendir til þess að þeir hafi upplifað samskonar valþrýsting. Rétt eins og náttúrulegt val hefur mótað mörgæsir og fiska í sama form (sem auðveldar þeim sund), þá lítur út fyrir að það hafi dregið úr magni litar sem mannapar fjær miðbaug framleiða.

Niðurstöður þessar koma fram í vísindagreinin Science, sem lýsir einnig öðrum forvitnilegum stökkbreytingum, sem reynast sameiginlegar okkur og Neanderthalmönnum. Um er að ræða breytingar í FOXP2 geninum, en gallar í þessu geni skadda talfæri okkar. Sýnt hefur verið fram á að í þróun mannapa breyttist þetta gen hratt, sem gæti hafa tengst hæfileika okkar (og útdauðra frænda okkar) til að tala.

Niðurstöðurnar í Science eru því vísbending um að Neanderthalsmennirnir hafi getað rætt um eldfæri, rætur og dauðar kanínur, svona rétt eins og við hin.

 

Fyrirvarar.

Rannsóknir á erfðaefni úr beinum eru mjög erfiðar viðfangs, sérstaklega þar sem DNA mengun getur skekkt niðurstöur. Það þýðir samt ekki að við ættum að leggja árar í bát, því bættar aðferðir og vönduð vinnubrögð hafa skilað miklum framförum á þessu sviði.

Pistlahöfundur kom að rannsókn sem vitnað er í, um erfðir og þróun litar hjá Evrópubúum. Verkefnið var unnið af góðu fólki á Íslenskri Erfðagreiningu og samstarfaðillum þeirra í Hollandi.

Titill pistils er náttúrulegt þvaður, vonandi líðst svona ónákvæmni.


mbl.is Vísbendingar um að sumir neanderthalsmenn hafi verið rauðhærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband