Leita í fréttum mbl.is

Ársgömul framtíð mannkyns

Blessaðir snillingarnir á vísi.is birtu nýverið "frétt" um framtíð mannkyns, þar sem vitnað er í enskann fræðimann, Dr. Curry, sem spáir því að tegundin okkar muni klofna í tvær.

Við erum eðlilega forvitin um framtíð okkar sem tegundar, kemur maðurinn til með að deyja út, breytast hægt í aðra tegund eða klofna í tvær? En eins og með svo margt annað þá er erfitt að spá um framtíðina, en samt leyfir þessi Dr. Curry sér að lýsa fjálglega þróun okkar í tvö mannkyn, einskonar undirkyn og yfirkyn, í fáranlegum smátriðum.

Þeir sem eru með einhvern bakgrunn í þróunarfræði eða örðu af heilbrigðri skynsemi ættu að geta sundrað þessari orðaræðu, sem ekki er hægt að kalla "röksemdarfærslu".

En augljóst er að "þýðendurinir" á vísi.is sáu ekki í gegnum þessa grisjukenndu þvælu.

Og það sem betra er, að fréttin þeirra birtist á vef BBC fyrir ári síðan!

Boðið er upp á gamalt bull sem nýjan sannleik. Með þessu móti er hægt að stappfylla fréttablöð og aðra miðla með aldagamalli þvælu um storka, "jörð í miðju sólkerfis" og hættulausar sígarettur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér finnst nú þessi "frétt" vera "ekki frétt", þar sem hún snýst um hugsanlega framtíðarsýn sem verður þá aðeins að veruleika að mannkynið verði á annað borð til í framtíðinni.  Loftlagsbreytingar, náttúruhamfarir, styrjaldir og sjúkdómar gætu verið búið að þurrka út mannkynið eða grisja það verulega áður en kemur að því að það þessi framtíðarsýn verður að veruleika.  Fyrir utan að margt af því sem lýst er í framtíðarsýninni er þegar orðið að veruleika, a.m.k. hvað varðar líkamsburð fólks, þ.e. út um allan heim eru þjóðflokkar sem eru mjög ólíkir þjóðflokkum í næsta nágrenni og er ekki hægt "kenna" neinu um nema náttúruvali samkvæmt þróunarkenningu Darwins.

Marinó G. Njálsson, 12.11.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband