Leita í fréttum mbl.is

Dægurklukkan og ritstuldur morgunblaðsins

Þýðingarþjónusta Morgunblaðsins er á mikilli siglingu. Nú síðast birstist frétt á mbl.is um fund  líkamsklukkurofans. Hér er vísað í uppgötvun rannsóknarhóps Paolo Sassone-Corsi, sem fann að samspil Clock próteinsins (sem Seymour Benzer heitinn fann) og BMAL1 er mikilvægt fyrir tjáningu gena. Clock próteinið er lykilsameind í lífklukku spendýra, og er magn þess mismunandi á daginn og nóttinn. Niðurstöðurnar eru traustar og tengslin að öllum líkindum sönn, en samt bendir flest til að þessi frétt sé dæmi um oftúlkaða fréttatilkynningu (stóru blöðin Science og Nature senda út fréttatilkynningar vikulega, og keppa oft um athygli, sem getur verið á kostnað nákvæmni og þar með vísindanna). Þetta er nokkuð sem fréttamenn eiga erfitt með að átta sig á, sérstaklega ef þeim vantar þekkingu í raunvísindum!

Að auki á Morgunblaðið skilið hirtingu fyrir óvönduð vinnubrögð. Fréttin er fengin af heimasíðu BBC og þýdd, orð fyrir orð! Nemendur mínir í Háskólanum fá dregna 3 heila af ritgerðum sínum fyrir svona léleg vinnubrögð. Ef þið efist, berið þá sjálf saman fyrstu málsgreinar úr frétt BBC, (http://news.bbc.co.uk/2/hi/health/7140017.stm

Researchers say they have identified the chemical switch that controls the genetic mechanism regulating people's internal body clocks.

Although the process involves complex genes, the whole mechanism is controlled by a single amino acid - a building block of protein - they say.

It is hoped the discovery may lead to more effective drugs to treat sleep disorders and related ailments.

The University of California study appears in the journal Nature.

Lead researcher Professor Paolo Sassone-Corsi said: "Because the triggering action is so specific, it appears to be a perfect target for compounds that could regulate this activity.

"It is always amazing to see how molecular control is so precise in biology."

og fyrstu setningar í grein morgunblaðsins.

Vísindamenn segja að þeir hafi fundið efnafræðilegan rofa sem stjórnar hinu erfðafræðilega gangverki sem aftur stýrir líkamsklukkunni, sem er innbyggð í alla einstaklinga.

Þeir segja að þrátt fyrir að um flókið genafræðilegt ferli sé að ræða þá sé það í raun aðeins ein amínósýra, sem er grunneining próteins, sem stjórnar ferlinu. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Vonast er til þess að niðurstöðurnar leiði til þess að m.a. verði hægt að búa til betri svefnlyf .

Háskólinn í Kaliforníu hefur birt rannsókn sína í vísindaritinu Nature.

Paolo Sassone-Corsi, sem fór fyrir rannsókninni, segir að þar sem um svo nákvæma rofavirkni sé að ræða þá virðist sem svo að hún hafi áhrif á  efnasambönd sem aftur geti stjórnað svefnvenjum fólks.

„Það er ávallt ótrúlegt að fylgjast með því hversu nákvæm stjórn sameinda er í líffræði,“ segir hann.

 

Það er sorglegt að fylgjast með ónákvæmum vinnubrögðum fréttamanna, því þeir eru ákaflega mikilvægur hluti samfélagsins.

 

 


mbl.is „Líkamsklukkurofinn“ fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála.

Það er eins og það séu ekki sömu kröfur gerðar til þeirra er skrifa á þetta mbl.is og þeirra sem skrifa í Morgunblaðið. Skyldi það vera vegna þess að lesendur netsíðunnar eru yngra fólk sem er ekki með eins góða menntun?

Ólafur (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 13:05

2 identicon

Eða kannski að ekki séu gerðar sömu kröfur til greinaþýðenda á mbl.is og greinahöfunda Morgunblaðsins?

Már (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 18:35

3 identicon

mbl.is er einn versti og slappasti copy/paste relay fréttamiðill sem til er. Þegar kemur að erlendum fréttum, sérstaklega af pólitík, stríðum og öðrim slíkum umdeildum málum, þá gagnrýnir mbl.is aldrei neitt, heldur þýðir heilaþvottinn frá Fox og CNN beint yfir á hið ilhýra með ótrúlegum stafsetninga- og málvillum.

Er þar af leiðandi ekki fréttamiðill, nema kannski af innanlandsmálum, heldur relay síða, þar sem fréttum annarsstaðar er komið áfram. 

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 13:32

4 identicon

Voðaleg neikvæðni er þetta. Hvernig haldið þið að þetta sé gert á öðrum íslenskum fréttamiðlum þegar verið er að segja frá erlendum fréttum? Með nákvæmlega sama hætti, þ.e. fréttir erlendra miðla eru þýddar yfir á íslensku.

Það væri eflaust frábært ef íslenskir fjölmiðlar gætu haft fréttaritaranet um allan heim, líkt og er t.d. hjá BBC. Það er hinsvegar ekki raunin.

Veit fyrir víst að fréttastofa mbl.is er ekki byggð upp af tugum starfsmanna heldur hafa fáir einstaklingar það verkefni að vinna á öllum fréttasviðum. Skrifa jafnt erlendar sem innlendar fréttir. Fréttir af viðskiptum, pólitík, lögreglu- og dómsmálum, íþróttum, vísindum og fréttir af fræga fólkinu, auk þess sem þeir sjá um mbl sjónvarpsfréttirnar. Þar er líka lögð áhersla á að koma út fréttum hratt, sem útskýrir eflaust margar af þeim innsláttarvillum og klaufalega orðalagi sem reglulega sést. Að sjálfsögðu verður að draga úr öllu slíku og helst hafa það þannig að engar villur sjáist. Það verður þó að telja ólíklegt að það náist.

Ég dreg þá ályktun af orðum ykkar að þið hafið metnað fyrir því að mbl sé öflugur og traustur fréttamiðill. Menn gera lítið af því að eyða púðri í hluti sem þeim er sama um.

Gagnrýni er af hinu góða en það er bara undarleg pæling þegar þeirri spurningu er velt upp hvort blaðamenn mbl séu að skrifa fyrir Íslendinga sem eru "með minni menntun" heldur en lesendur Morgunblaðsins.  Þetta er nú bara móðgandi fyrir þá sem lesa vefinn - sem er stór hluti þjóðarinnar. 

Þá verða menn líka að gera sér grein fyrir því að netmiðill og dagblað eru tveir ólíkir heimar, sem hafa þó það sameiginlega markmið að segja fólki fréttir. Á dagblöðum hafa blaðamenn kannski á bilinu 2-4 verkefni yfir daginn sem þeir eiga að kanna og skrifa um. Á netmiðli skrifa menn mun fleiri fréttir á breiðara sviði og eru auk þess í stanslausu kappi við tímann. Að bera saman dagblað og netmiðil er því að vissu leyti eins og að bera saman epli og appelsínur.

Jón (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 16:42

5 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Það hefði nú ekki þurft fréttaritara í London til að skila þessu frá sér sem frétt. Hún hefði strax verið betri ef greinar-,,höfundur" hefði lesið útdrátt úr þessari rannsókn. Hann er sennilega svipað langur og frétt BBC.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 14.12.2007 kl. 19:59

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Jón

Við viljum netmiðla sem eru traustsins verðir, sem leiðir til þess að við gerum kröfu um vönduð vinnubrögð og hlutlausa umfjöllun (förum ekki lengra í seinni punktinn hér!). Það að taka heilar fréttir og þýða þær orð fyrir orð er ekki dæmi um góð vinnubrögð. 

Athugasemdir okkar eru áeggjan um betri vinnubrögð. Og það er ekki "sama-sem-merki" milli gagnrýni og neikvæðni. Gagnrýni er leið til framfara, því hún hjálpar okkur að skilgreina hvað má betur fara.

Svona hroðvirknisleg vinnubrögð eru ekki réttlætanleg með tímaeklu eða öðru. Við ættum að íhuga hvaða skilaboð sendir mestlesni netfréttamiðill landsins nemendum í framhalds og háskólum? Jújú krakkar, það er allt í lagi að klippa og líma efni af netinu inn í ritgerðirnar ykkar. Slíkt er einmitt leiðin til að mennta sjálfstætt hugsandi fólk! Næsta umferð íslensku útrásarinnar verður leidd af klippandi og límandi ungliðum, sérþjálfuðum af mbl.is.

Aukaathugasemd (Það var rangt af mér að tilgreina "Morgunblaðið" í fyrirsögninni, réttara er "mbl.is")

Arnar Pálsson, 17.12.2007 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband