Leita í fréttum mbl.is

Damm og sjúkdómar

Máttur fréttatilkynninganna er mikill, sérstaklega þar sem fréttamennirnir (þýðendurnir) hafa ekki fyrir því að lesa sér til.

Málið er nefnilega það að Science magazine tilgreinir árlega framfaraspor ársins, og á lista ársins  2007 er lausnin á Damm í sæti 10. Í fyrsta sæti er breytileiki í erfðamengi mannsins (á ensku "human genetic variation" sem var þýtt Erfðamengjagreining á mbl.is - augljóst merki um takmarkaðan skilning).

Þannig er mál með vexti að á nýliðnu ári voru miklar framfarir í kortlagningu erfðaþátta sem hafa áhrif á sjúkdóma, aðallega vegna tæknilegra framfara. Almennt skiljum við nú betur hversu breytileg erfðasamsetning mannkyns er og erum byrjuð að finna stökkbreytingar sem geta aukið líkur á sjúkdómum eins og sykursýki eða krabbameinum, eins og að finna erfðaþætti sem hafa áhrif á hár eða augnalit.

Vissulega hefði kynningardeild Íslenskrar erfðagreiningar alveg mátt hreykja sér örlítið af framlagi fyrirtækisins til þessa framafaraspors (númer 1). E.t.v. er athugasemd í smíðum.

Þótt fundur erfðagalla sem valda sjúkdómum virðist vega meira en lausn á leik, er rétt að árétta að Yngvi Björnsson er framarlega í rannsóknum á gervigreind. Framfarir í því fagi geta nýst í mörgum greinum raunvísinda og læknisfræði, og að endingu leitt til betra lífs.

Til fréttamanns/ritstjóra. Það er vandræðalegt að stafsetja nafn tímaritsins vitlaust í tengli. Vonandi leiðréttir starfsfólk mbl.is þetta snarlega. Einnig hefði verið betra að vísa beint á fréttina í Science, ekki bara heimasíðu tímaritsins.


mbl.is Fundu örugga leið til að spila damm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég afsaka vitleysuna í mér en er Damm það sem flestir kalla Checkers?

Hannes Baldursson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 12:28

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Stemmir, damm er íslenska nafnið á leik sem kallast checkers upp á engilsaxnesku. Þurfti sjálfur að fletta þessu upp til að vera viss.

Arnar Pálsson, 9.1.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Þór Sigurðsson

Það er nú bara þannig Arnar, að fréttamenn Morgunblaðsins eru meira menn en fréttamenn. Þeir virðast ekkert skynbragð bera á heimildaöflun eða meðferð heimilda og rangfærslur í fréttum sem tengjast vísindum á einhvern hátt eru svo algengar að maður er alveg hættur að taka mark á MBL. Þetta er orðinn tabloid snepill á við The Sun, amk. hvað þennan málaflokk snertir.

Þór Sigurðsson, 10.1.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband