Leita í fréttum mbl.is

Stefnumót við rostung

Spurði Albin einhverntíman, "hvað myndir þú gera ef" 900 kílóa rostungur kemur hlaupandi til þín? Persónur Ulf Löfgrens höfðu alltaf ævintýraleg ráð á takteinum.  Natalie Angier þáði ráð frá  Ronald J. Schusterman  við Californíu háskóla í Santa Cruz (fullt af myndum á akademísku heimasíðunni, undir the animals). Myndin hér að neðan er af síðu New York Times.

Ronald ráðlagði henni að láta þá ekki ýta sér til hliðar...aha!

Í hreint dásamlegum pistli í New York Times rekur Natalie sitt fyrsta stefnumót við rostung, og kynnir okkur fyrir líffræði þeirra og þróunarlegu sérstöðu. Í ljós kemur að andlit þeirra eru ákaflega næm, t.d. finnst þeim dáldið eins og litlum börnum gott að láta blása framan í sig. Einnig eru veiðihárin bæði skynfæri og lúta af stjórn, eins og Dr. Reichmuth lýsir.

"ef þú setur fiskögn á veiðihárin fjærst munninum, bifast hárin og flytja ögnina yfir snjáldrið og upp í munninn"

á upprunalegri ensku:

“that if you drop a little piece of fish on the whiskers away from the mouth, they can walk it along the whiskers, across the muzzle and into the mouth.”

Ég skora á fólk að kíkja á grein Angiers og njóta lystisemdana, þótt illa hærð við séum í andliti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband