Leita í fréttum mbl.is

Lauklykt af erfðabreyttum tómat?

Greint var frá því í lauknum (the Onion) að vísindalega útlítandi menn hefðu erfðabreytt tómat, og gert hann þannig dýrari í sölu (e. Tomato Genetically Modified To Be More Expensive). þessi bylting gerir bændum kleift að selja afurðir sínar dýrar en áður. Að auki þurrka erfðabreyttu tómatarnir út fjórar tegundir af maríuhænum.

Laukurinn er eins og einhverjir hafa áttað sig á rit af léttara taginu. Fyrirsögnin á pistli dagsins er í þeim anda og ber ekki að taka bókstaflega. Blaðið spinnur iðulega í kringum visindaleg efni, oft mjög haganlega eins og eftirfarandi dæmi sanna.

Vísindamenn einangra Pepsiþol-genið. Hvorki Wellcome trust, né Íslensk erfðagreining hafa staðfest þessa niðurstöðu.

Kansas bannar þróun. Kansas reyndi að banna kennslu á þróunarkenningunni, en tók síðan til annara ráða.

Vísindaráð bandaríkjanna hefur komist að því að vísindi eru ERFIÐ. 'Law of Difficulty' á við í öllum greinum raunvísinda.

Og síðan uppáhaldið mitt, á mörkum vísinda og lýgi...

Byltingarkennd innlegg sameina fimm gervivísindi. Kæru vísindamenn, ef ykkur vantar auka pening eru mikil mikil sóknarfæri í gervivísindum. Það nægir að rymja fræðilega hljómandi orð íklædd(ur) hvítum slopp með gleraugu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband