Leita í fréttum mbl.is

Stærra samhengi

Besti pistill vikunnar er eftir Sverri Jakobsson í fréttablaðinu. Þetta er dæmi um velígrundaðan pistil þar sem stærra samhengi hugmyndanna er rætt. Upplýsingin var ekkert smá mál og hugmyndafræði hennar er rótin að mörgum framförum. En upplýsingin krefst sífelldrar vinnu, framfarir eru aldrei endanlegar, það eru alltaf til öfl í samfélaginu sem sjá sér hag í að endurvekja hugmyndaheim fortíðar. Minn uppáhalds partur i pistli verris er:

"Efling menntunar á 20. öld er kannski mesta afrekið, en það væri ofmælt að líta svo á að arftakar upplýsingarmanna hafi unnið fullnaðarsigur á andvísindalegri hugsun. Og á Vesturlöndum er vísindaleg hugsun í kreppu. Barátta sköpunarsinna gegn kenningum Darwins hefur áorkað því að náttúrufræðikennsla í Bandaríkjunum er að hverfa 300 ár aftur í tímann."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Til lengri tíma litið þá mun þetta hugsanlega hafa þau áhrif að Kína og Japan verða leiðandi í vísindum og tækni, en staða Bandaríkjanna mun versna vegna vaxandi fáfræði....ég get ekki nefnt það neinu öðru nafni.

Púkinn, 3.7.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já þessvegna keyra allar tölvur heimsins stýrikerfi frá Japan og Kína. Þetta er því augljóst mál.

Það er stundum talað um að andlegt nýsköpunargjaldþrot einstaklinga fari fram á milli þrítugs og fertugs. Ef svo er þá er ekki gott í vændum fyrir Kína og Japani og flest lönd í ESB því þar er og verður ekkert nýtt ungt fólk til.

Japanir verða hálf-horfnir og orðnir gamlingjar eftir aðeins 40 ár.

Halló ! - einhver heima ?

"Fáfræðin" er góð því hún setur ekki bönd á nýsköpun. Annars væru jú Sovétríkin allsráðandi í dag því þeir höfðu ágætis menneta- og vísindamenn og voru mjög svo "raunhugsandi" og "vísindalegir". En Sovétríkin, eins og sumum er kunnugt - eru dáin!

Menntun er ofmetin, það vita allir sem hafa fylgst með.

Með kveðju

Gunnar Rögnvaldsson, 3.7.2008 kl. 15:03

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Upplýsingin hefur margar birtingarmyndir. Er ekki viss um að hún sé ofarlega á stefnuskránni í Kína.

Vísindin áttu ekki gott líf í Sovétríkjunum, Lysenko kúgaði erfðafræðinga og eðlisfræðingarnir urðu allir að búa til sprengjur.

Dugir það samfélögum að vera með fáa upplýsingamenn og láta hitt rúlla á miðaldarlögmálum? Ég er ekki spenntur fyrir ríkistjórn sem er kosin af slíku samfélagi! 

Arnar Pálsson, 3.7.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband