Leita í fréttum mbl.is

Fyrsti stóri dagurinn

1 júlí 1858 var kynnt á fundi Linneaska félagsins í Lundúnum kenning um náttúrlegt ferli sem gæti útskýrt tilurð og fjölbreytileika tegunda. Lesnar voru greinar eftir tvo höfunda, annar starfaði við söfnun í austur indíum en hinn vann aðallega á sveitabæ sínum. Hvorugur þeirra sóttu fundinn, og fór efni hans og greinanna ekki hátt meðal fræðimanna árið 1858. Formaður félagsins komst svo að orði í árslok að árið hafi verið blessunarlega fábrotið á vísindasviðinu (full tilvitnun að neðan).

“The year which has passed has not, indeed, been marked by any of those striking discoveries which at once revolutionize, so to speak, the department of science on which they bear.”

Blessunarlega átti sagan eftir að sýna okkur að uppgötvun Alfred Russel Wallace og Charles Darwins á náttúrulegu vali átti eftir að umbylta líffræði og skyldum greinum. Greinar þeirra félaga sem kynntar voru þennan júlídag vöktu litla eftirtekt, og það þurfti útgáfu "um uppruna tegundanna..." ári síðar til að kynna hugmyndina ítarlegar og í allri sinni dýrð. Þar sýndi Darwin fram á þetta grundvallar lögmál líffræðinnar, sótti röksemdir jafnt í steingervingasögu, ræktun á dúfum, líffærafræði og líflandafræði, og kastaði einstöku ljósi á þessar fræðigreinar og aðrar. Nú eru 150 ár liðin síðan og næsta ár mun einkennast af hátíðahöldum til að marka afmæli uppruna tegundanna og þess að 200 ár verða liðin frá fæðingu Darwins.

Sjá frekari lesningu í pistli Oliviu Judson, Darwinmania og Michael Shermers um kynninguna 1 júli 1858 (fletta niður að "Real anniversary"). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband