Leita í fréttum mbl.is

Darwin og María mey

Á nokkura ára fresti heyrast fréttir af því að andlit Maríu mey eða annara dýrlinga birtist fólki. Stundum er andlitið á pönnuköku, í rökum undirgögnum eða utan á húsveggjum. Svo flykkist fólk að til að skoða og tilbiðja dýrlinginn, færa fórnir (kerti, blóm og kjúklingabita) og upplifa trú sína.

Nú hefur laukurinn (The onion) birt frétt sem lýsir því að ásjóna Charles Darwins hafi birst á vegg dómshússins í Rhea sýslu. Dómshúsið var einmitt vettvangur hinna frægu Scopes réttarhalda, þar sem kennari var dæmdur fyrir að kenna þróun. Og eins og búast mátti við flykkjast sanntrúaðir þróunarsinnar að og upplifa trú sína. "Evolutionists flock to Darwin shaped wall stain".

"Fréttin" er snilldarlega skrifuð í sönnum anda lauksins, þar sem hugmyndir eru settar í annað samhengi og spunnið vel í kring. Það að hræra saman orðfæri vísindafólks og strangtrúaðra er alger snilld. Eins og til dæmis "Behold the power and glory of the scientific method!" (sem útleggst "vottið mátt og dýrð hinnar vísindalegu aðferðar").

Í lauknum hafa birst nokkrar bráðfyndnar færslur í þessum anda.

Kansas bannar iðkun þróunar (lögin ná bæði til manna og annara lífsforma, og viðurlögin eru ströng).

Þróunarkenningin á við jarðsöguna, alla nema Triassic tímabilið.

Svo er það sneið til sköpunarsinna.

Evangelistar afsanna þyngdarlögmálið með kenningu um vitrænt fall (intelligent falling).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Skondið, í stíl við Bernskukenningin - bara kenning!

Á andefni annars ekki að falla upp?  Kannski ef það finnst einhverstaðar þá verður hægt að prófa það :)

Arnar, 12.9.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Arnar

Eh.. hérna að ofan var ég að tala um 'Intelligengt fall' vísunninna.

Arnar, 12.9.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband