Leita í fréttum mbl.is

Umhverfi og erfðir

"Fjórðungi bregður til fósturs" var sagt í Njálu. Spurning er hvort umhverfi eða erfðir ákvarði manngerð, gáfur eða aðra eiginleika. Þetta er ein af stóru spurningunum í líffræði. Svarið er, það fer eftir eiginleikanum, umhverfinu, genunum og stökkbreytingunum í genunum (stökkbreytingar eru nefnilega ekki jafnar, sumar eru verri en aðrar)

Nú höfum við einangrað margar stökkbreytingar í mörgum genum og getum því spurt beint út um áhrif umhverfis á sýnd þeirra og tjáningarstig ("penetrance and expressivity").

Ástríður Pálsdóttir hefur rannsakað stökkbreytingar í Cystatin-c sem tengist heilablæðingu. Í ljós kemur að stökkbreytingin hefur áhrif í arfberum (ekki bara í arfhreinum einstaklingum), sem dregur úr lífslíkum þeirra. Með því aðstoð Agnars Helgasonar við Íslenska erfðagreiningu þá skoðuðu þau lífslíkur arfbera fyrr á öldum og komust að því að þeir lifðu mun lengur (hlutafallslega miðað við maka sína, til að leiðrétta fyrir mun á milli kynslóða). Ástríður mun gera niðurstöðum sínum skil í erindi á Keldum í hádeginu í dag (sjá fræðslufundi Keldna).

Ég verð reyndar að kenna í hádeginu en get huggað mig við grein hennar og félaga í PLoS genetics.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

rasisti, vonandi hættiru þessari darwin-vitleysu, guð blessi þig.

s (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir ábendinguna. Er ekki núna líka farið að telja að umhverfisþættir (og hegðun, neysla osfrv) geti haft áhrif á gen þannig að þau þróist í næstu einstaklingum í átt að þeim farvegi sem einstaklingurinn „notaði“ þau í? Virkar það ekki eins og rofar sem kveikt er á og eru þá þegar kveiktir í næstu einstaklingum? Ekki bara tilviljanakennd stökkbreyting, heldur jafnvel markvisst þróuð tilhneiging? Mig minnir að þannig hafi einhverjar niðurstöður nýlegra rannsókna verið. En þessi mál má varla ræða fyrir fólki sem sér rasisma í hverju horni, sbr. nafnlaus hér að ofan.

Ívar Pálsson, 26.9.2008 kl. 10:19

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Ívar

Held að þú sért að ræða um sviperfðir, "epigenetics" sem eru vegna umhverfis í foreldrum eða eldri kynslóðum, og geta haft áhrif á tjáningu gena. Það er viðurkennt að slík áhrif eru til, og þau fela ekki sér þróun í þeim skilningi að tíðni arfgerða breytist, heldur bara mismunandi birtingu genanna sem fyrir hendi eru.

Ég verð að árétta að þetta er álitið að þetta sé ómarkvisst, eins og þróun er. Hún hefur enga sérstaka stefnu nema þegar umhverfi breytist jafnt og þétt yfir lengri tíma (t.d. ef sýrustig sjávar hækkar jafnt og þétt yfir langan tíma, er líklegt að lífverur hafsins þrói aðlaganir sem náttúrulegt viðbragð).

Litla s

Takk fyrir innlitið og sérkennilega hugljúf orð í minn garð.

Arnar Pálsson, 26.9.2008 kl. 15:50

4 identicon

Æ kommon, það er ekkert gaman að vera tröll ef það bítur enginn í beituna.

S (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 16:39

5 identicon

Ég held að þessi stutta tröllalína þín hafi ekki verið nógu djúsí til að kalla á svar. Þó þú hafir sett rasisma, darwinisma og trúardogma í eina setningu.

Vel gert S

Gissur Örn (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 17:13

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir svarið, Arnar. Ég verð augsýnilega að grúska meira til þess að finna aftur rannsóknirnar sem ég taldi sýna að maður geti haft áhrif á komandi kynslóðir með því að virkja genaþætti þannig að sú virkni erfist.

Ívar Pálsson, 27.9.2008 kl. 00:53

7 Smámynd: Arnar Pálsson

Ívar

Það sem ég hafði í huga sá ég í heimildamynd á RÚV fyrir u.þ.b. ári um hungursneið í svíþjóð sem hafði áhrif á einstaklinga nokkrum kynslóðum síðar. Ég leitaði í snatri að einhverju á www.pubmed.org (vél sem leitar í ágripum vísindalegra greina um læknis og líffræði). Ég fann ekki frumheimildir að baki þessari heimildamynd, en það er töluvert af greinum sem fjallar um áhrif næringaskorts á fósturskeiði á líkur á geðsjúkdómum. Það gæti tengst sviperfðum, eða einhverju öðru eins og næringarbúskap fósturs... Altént, ein heimild er Prenatal Nutritional Deficiency and Risk of Adult Schizophrenia. Brown AS, Susser ES. í Schizophr Bull. 2008 Aug 4. Þú getur slegið upp titlinum í Pubmed og lesið ágripið.

S/s og Gissur

Spurning hvort að hægt sé að gera þessa línu litla s snarpari, og koma öllum hugmyndum í eina e.t.v. samfelldari setningu ?

Myndi
"Rasisti, í drottins nafni hættu þessu Darwinskukli"

duga?

Arnar Pálsson, 27.9.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband