Leita í fréttum mbl.is

Fjörug vísindavaka

Í fyrra fór ég með fjölskyldinni í hafnarhúsið á vísindavökuna. Drengurinn hafði ljómandi gaman af tækjum og tólum sem sýnd voru, og heillaðist af vélmennum verkfræðinganna. 

Sem líffræðingi saknaði ég þess að sjá ekki hauskúpur af dýrum, iðandi gerlaræktir, myndir af frumum og DNA við eftirmyndun. Vissulega voru nokkrir fulltrúar líf og læknavísindanna á staðnum, en þeir hefðu að ósekju mátt vera fleiri.

Hluti af vandamálinu er að vísindavakan ber upp á sömu viku og umsóknarfrestur til rannsóknasjóðs Íslands. Þannig að þeir sem eru hvað ötullastir í sínum fræðum, sem skrifa flestar umsóknir hafa ekki tíma til að taka þátt í starfi vísindavöku. Kaldhæðnin í þessu er sú að rannsóknarmiðstöð Íslands sér um bæði rannsóknarsjóðinn og vísindavökuna.

Mæli samt eindregið með vökunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband