Leita í fréttum mbl.is

Verðlaun í ritgerðasamkeppni

Í tilefni afmælis Darwins og bókar hans Um uppruna tegundanna var meðal annars efnt til ritgerðasamkeppni meðal framhaldskólanema um Darwin og áhrif þróunarkenningarinnar á vísindi og samfélög. Samkeppnin var haldin í samstarfi Samtök líffræðikennara (Samlífs), Hins íslenska náttúrufræðifélags og aðstandenda Darwin daganna 2009.

Á afmæli Darwins 12 febrúar kunngerði dómnefnd niðurstöður sínar. Í fyrsta sæti var Kári Gautason, nemi við Menntaskólann á Akureyri, og var honum sérstaklega hælt fyrir læsilega og metnaðarfulla ritgerð sem vitnaði bæði í Darwin og Laxnes. Sævar Ingi Sigurjónsson og og Silja Elvarsdóttir bæði nemendur við Menntaskólann á Laugavatni, hlutu önnur og þriðju verðlaun. Allir verðlaunahafarnir fengu peningaverðlaun frá Samtökum líffræðikennara og eintök af Um uppruna tegundanna eftir Charles Darwin í þýðingu Guðmundar Guðmundssonar og Um uppruna dýrategunda og jurta eftir Þorvaldur Thoroddsen. Bækurnar voru gefnar af Hinu Íslenska bókmenntafélagi.

Við þökkum öllum þátttakendum fyrir þeirra framlag og óskum verðlaunahöfum til hamingju. Vonandi halda þau áfram að skrifa um þróun, lífið og vísindi, sem flestum til innblásturs og yndisauka.

Sjá einnig:

Endurprentun á frétt Sólveigar Gísladóttur úr Fréttablaðinu.

Umfjöllun á www.darwin.hi.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn sniðugt framtak! Af hverju var ekkert svona þegar ég var í menntaskóla? :c

 (Og ef það var, af hverju ekki betur auglýst?)

Halla (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 13:52

2 identicon

Af því að darwin átti ekki 200 ára afmæli þegar þú varst í menntaskóla.

Jóhannes (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband