Leita í fréttum mbl.is

Grænir dagar og litlar ákvarðanir

Þessa vikuna standa yfir grænir dagar í HÍ. GAIA, félag nemenda í umhverfis og auðlindafræði skipuleggja herlegheitin, sem samanstanda af uppákomum, kynningum fyrirtækja, fyrirlestrum, fataskiptamarkaði og fleiru. Frábært fyrirbæri, og vonandi nota sem flestir tækifærið og reyna að taka skref umhverfinu í hag. Keyra minna, kaupa matvæli í stærri pakkningum, ekki setja eplin í poka í búðinni, ekki fleygja rusli á götuna og slökkva á tölvunni í lok dags.

Í öllum dugnaðinum verð ég að játa á mig örlitla synd, þar sem ég fer að fljúga með breiðþotu til útlanda, og stroka þar með út kolefnishagnaðinn af styttri bíltúrum. Flugufundurinn í Chicago er bara of mikil freisting, fullt af erindum um gen og tjáningu þeirra. Síðan fæ ég líka að heimsækja vini okkar frá fyrri tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband