Leita í fréttum mbl.is

Húmbúkk á eyjunni

Eftir lestur á Stjörnufræðivefnum rakst ég á Húmbúkk sem er hýst á Eyjunni. Síðunni er haldið úti af hópi og er Þórður Örn Arnarson ritstjóri (viðtal við hann í vísindaþættinum- 17 mars 2009). Markmiðið er að spyrna gegn hindurvitnum, hjátrú, gervivísindum og rökleysum um læknis og sálfræðileg málefni. Það er mikil þörf á slíkri síðu og vonandi lesa hana sem flestir.

Ég naut sérstaklega úttektar um staðfestingarvilluna (hljómar skelfilega en fólk stundar þetta óspart, til að réttlæta slæma siði, það að kjósa framsókn (sami hlutur) og sínar djúpt greyptu skoðanir), sagan af Gunnlaugi getspaka verður lengi í minnum höfð.

Ég bíð eftir því að Húmbúkk taki fyrir froðusnakkið sem er the secret. Þeir sem ekki nenna að bíða geta lesið úttekt Benjamin Radford á Livescience.com - Bad secret.

Tvær örlitlar aðfinnslur. Mér finnst Húmbúkk hræðilegt nafn á síðu, hefði ekki verið hægt að kalla hana sannlaukinn, móteitrið, efasetrið, andsvarið, rök gegn kukli eða Aragata (sem er snöggtum læsilegra og hljómfegurra). Að auki er síðan réttlætt með því að í kreppunni muni fólk frekar leita i kukl og hjátrú. Það er öllum hollt að kynnast eðli vísinda og fræða, húmbúkk er ekki bara fyrir hina örvæntingafullu og leitandi hún er einnig holl forvitnum, fróðum og læsum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Húmbúkk er afskaplega fróðleg og skemmtileg síða. Ekki veitir af sem flestum miðlum til mótvægis við fólk eins og Ásdísi Rán og nælonstelpuna sem er með dálk í Fréttablaðinu.

Það ættu að liggja sektir við því að gefa saklausum lesendum þvílíkan kjánahroll og raun ber vitni þegar blaðrað er um the Secret, galdralækningar og detox á opinberum vettvangi. Maður er bara hálfskakkur á eftir.

Páll Jónsson, 16.4.2009 kl. 00:48

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Páll

Takk fyrir skemmtilega orðað innslag. Detox er náttúrulega alveg sér kapituli, sápan er svo mikil að herlegheitin drukkna næstum í eigin froðu...en fólk er samt alveg til í að borga.

Síðan eru það vísindalega hljómandi auglýsingarnar, með flottum orðum, línuritum og fólki í hvítum sloppum.

Ef maður í hvítum slopp segir að það sé gott fyrir heilann að bora gat á höfuðkúpuna þá gerir maður það...brosandi.

Arnar Pálsson, 16.4.2009 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband