Leita í fréttum mbl.is

Rannsóknir á Mars

Það eru meira en 100 ár síðan þorri fólks trúði því að líf væri á Mars. Merkir stjarnfræðingar voru þessara skoðunar, en þegar leið á tuttugustu öldina fjaraði undan þessari tilgátu.

En hugmyndin um líf á Mars er engu að síður lífseyg, og geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA gerir út á að halda þeirri hugmynd að fólki (sjá fyrri færslu). Einn af aðalvísindamönnum NASA á þessu sviði Dr. David Des Marais mun halda erindi hérlendis á morgun, 8 apríl.  Erindið heitir  Exploring Mars for Evidence of Habitable Environments and Life og hefst klukkan 14:00 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Erindið er vitanlega öllum opið og ég hvet fólk til að koma og fræðast um rauðu plánetuna, þótt ólíklegt sé að myndir verði sýndar af meintum íbúum hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Ég verð að segja að mér finnst það ódýr "lausn" hjá sumum svokölluðum geimlíffræðingum að halda því fram að lífið hafi orðið til annars staðar en á jörðinni og borist hingað með einum eða öðrum hætti. Þessi tilgáta svarar ekki spurningunni um hvernig lífið varð til. Margir virðast notafæra sér þetta með því að halda að fólki þeirri vafasömu tilgátu að lífið hafi orðið til á Mars, borist hingað með einhverjum dularfullum hætti og jafnvel þurrkast síðan út á upprunastað.

Björgvin R. Leifsson, 7.4.2009 kl. 15:46

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Björgvin

Er hjartanlega sammála þér. Það að vísa uppruna lífs út í geim, er bara að ýta vandamálinu á undan sér. 

Þar að auki virðast geimgeislarnir vera það öflugir að lífverur, gró eða annað, geti ekki þraukað í þann óratíma sem ferðalög um geiminn taka.

Það yrði eiginlega að vera virkt vistkerfi, sem er erfitt að ímynda sér að tóri á halastjörnum eða loftsteinum.

Arnar Pálsson, 7.4.2009 kl. 16:22

3 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Ég veit ekki hvort þetta eigi að vera einhver lausn hjá stjörnulíffræðingum. Alla vega get ég ekki skilið það þannig. Þetta er bara ein tilgáta af mörgum varðandi tilkomu lífs á jörðinni. Hún útskýrir að sjálfsögðu ekki hvernig lífið varð til. Kannski geymir Mars vísbendingar um svar við þeirri spurningu, hver veit? Tek það fram að ég hef enga trú á þessari tilgátu en það skortir auðvitað sönnunargögn til þess að segja af eða á um hana.

Ég hlakka að minnsta kosti mikið til fyrirlestrarins hjá honum á morgun. Vonandi að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 7.4.2009 kl. 19:48

4 identicon

Þar að auki virðast geimgeislarnir vera það öflugir að lífverur, gró eða annað, geti ekki þraukað í þann óratíma sem ferðalög um geiminn taka.

Mig minnir að ég hafi, einhvern tíman fyrir löngu, lesið greinar i New Scientist um annarsvegar einhverja tilraun á örveirum sem gátu lifað af að verða fyrir geimgeislun (stór hluti dó reyndar en samt lifðu einhverjar af) og svo hinsvegar áhyggur manna á að örveirur hafi borist til mars með öllum þessum könnunarförum sem búið er að senda þangað.

Arnar (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband