Leita í fréttum mbl.is

Fyrirmynd

Stephen Hawking er eins og Carl Sagan fyrirmynd margra ungmenna sem hneigðust til vísinda og tækni. Vísindin og samfélagið þurfa slíka sendifulltrúa, því við þurfum að þjálfa fólk í rannsóknum á raunveruleikanum, hvort sem um er að ræða jarðfræði háhitasvæða, vistfræði hafsins eða byggingarverkfræði góðæristurna. Menn eins og Stephen Hawking gefa okkur tækifæri á að læra um nýjustu framfarir í viðkomandi fræðigreinum, og kveikja áhuga og víkka sjóndeildarhring milljóna manna.

Nú til dags starfa mjög margir í vísindum, en samt geta mjög fáir leikmenn tilgreint afburða núlifandi vísindamenn með nafni. Það er kannski allt í lagi, því vísindamenn þurfa ekki endilega að leita í kastljós fjölmiðla eins og listafólk eða stjórnmálamenn til að skila sínu til samfélagsins og fræðanna. 

Hawking ætti að vera öllum innblástur, um að gera eitthvað markvert með líf sitt, hvort sem það er að hreinsa fjöruna við Ægisíðu, kenna börnum innflytjenda að tala íslensku(eða finnsku), rannsaka sýkjandi afbrigði Clostridium eða græða helling af peningum (sem þú notar auðvitað í þágu góðs málefnis).


mbl.is Snillingurinn í hjólastólnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Sjá góða grein eftir Þorgerði Einarsdóttur um staðalímyndir vísindamanna, stærðfræðingur trúlofast.

Arnar Pálsson, 21.4.2009 kl. 11:10

2 identicon

Mér finnst að það eigi að endurvekja nýjasta tækni og vísindi. Samt með breyttu sniði þannig að áherslan sé á innlendar rannsóknir.

Jóhannes (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 19:54

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það sem m.a. einkennir þá Stefán og Karl er að þeir hafa lagt sig fram um að koma þekkingunni á framfæri við almenning. Það er nefnilega þannig að almenningurinn borgar þetta vísindabrölt í flestum tilfellum. Hins vegar hefur oft loðað við fræðimennina að þeim finnst tíma sínum illa varið við einhverja almenningsfræðslu - þ.e. að koma þekkingunni aftur frá sér á mannamáli til þeirra sem áhuga hafa en eru ekki innvígðir í fræðin.

Cosmos þættir Sagans höfðu gríðarleg áhrif á mig á sínum tíma. Hef verið dálítill stjörnufræðinörd allar götur síðan.

Haraldur Rafn Ingvason, 21.4.2009 kl. 23:08

4 Smámynd: Páll Jónsson

Ég ætla að biðja þig að fara ekki að tala um kallinn í þátíð strax Arnar, útlitið er víst ekki alveg svö dökkt =)

Páll Jónsson, 22.4.2009 kl. 00:55

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Jóhannes

Held að það sé góð hugmynd að endurvekja nýjustu tækni og vísindi. Kannski að það sé efnilegt nýsköpunarverkefni eða lokaverkefni í kvikmyndaskólanum.

Haraldur

Ætli það sé ekki í raun skylda vísindamanna að gera grein fyrir sínu brölti (frábært orðaval!). Öll eigum við að geta staðið skil á gerðum okkar og skoðunum. Til að nota tískufrasa nýja Íslands, þá eiga vísindamenn líka að axla ábyrgð.

Páll

Takk fyrir ábendinguna, Stefán ku vera fullfrískur. En á sama hátt og orðstír Karl Sagan lifir getum við búist við því að Hawking muni veita fólki innblástur og gleði löngu eftir sinn dag.

Arnar Pálsson, 22.4.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband