Leita í fréttum mbl.is

Fréttamenn bregðast frekar vegna...

Fyrsta setning fréttarinnar:

Tregða karlmanna til þess að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl og til þess að fara til læknis getur orðið til þess að mynda kynjabil þegar kemur að krabbameini og dauðsföllum.

er þýdd nánast orðrétt af vef BBC.

The reluctance of men to adopt a healthy lifestyle and visit the doctor may be fuelling a gender gap in cancer cases and deaths, experts say. (Men warned of greater cancer risk, BBC 15 júní 2009.)

Mbl.is keyrði ekki einu sinni villupúkann á textann ( "samkvæmt upplýsingur"), og fyrirsögnin er algert met. Vonandi leyfist manni að umskrifa fyrstu setningu fréttarinnar:

Tregða fréttamanna til þess að tileinka sér vönduð vinnubrögð og [til þess] að leita til fagaðilla getur orðið til þess að þeir skrifi lélegar fréttir [þegar kemur að krabbameini og dauðsföllum.]

RÚV stóð sig mun betur, í það minnsta er fyrirsögnin ekki atlaga að íslenskri tungu. Karlar deyja frekar úr krabbameini.

Meginboðskapur fréttarinnar byggir á gömlum sannindum, "Álitið er að hægt sé að komast hjá um helmingi krabbameinstilfella með breyttum lífsstíl". Það er ágætt að muna þetta þegar næsta erfðarannsóknin birtist.


mbl.is Karlar látast frekar vegna krabbameins en konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það á ekkert að láta læknavísundunum það eftir að vera ofan í hvers manns koppi eins og eftirlitsstofnun. Fólk ræður því bara sjálft hvort a fer til læknis, hvernig lífi það vill lifa og hvað eru lífsgæði.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.6.2009 kl. 15:56

2 identicon

Fagaðilla??

Svo er ég ekki sammála skoðun SÞG hér á undan.  Mín skoðun er sú að taki samfélagið þátt í heilsufarkostnaði einstaklinga komi því við hvernig þeir sömu einstaklingar gæta heilsunnar.  Þó ætla ég ekki að ganga svo langt að hvetja til þess að menn séu dregnir, nolens volens, í rannsókn en hitt finnst mér sjálfsagt að þeir séu hvattir til að láta fylgjast reglulega með sér.

Tobbi (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 17:43

3 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

"Álitið er að hægt sé að komast hjá um helmingi krabbameinstilfella með breyttum lífsstíl". Það er ágætt að muna þetta þegar næsta erfðarannsóknin birtist.

Það er svo sannarlega rétt að lífstíll (umhverfisþættir) eru svo sannarlega mikilvægt í að skýra áhættu sjúkdóma líkt og krabbameina, ekki þarf t.d. að minna á að reykingar skýra meginhluta lungnakrabbameinstilfella......

En Arnar,eins og þú veist þá er samspil erfða og umhverfis stöðugt að verða ljósara. Þrátt fyrir að fólk fái vart lungnakrabbamein án þess að reykingar spili þar meginrullu þá er t.d. vert að muna að erfðaþættir skýra að einhverju leyti af hverju sumir eru útsettari fyrir reykingum en aðrir.

Þessir "low-penetrance" erfðaþættir sem ÍE og aðrir rannsóknarhópar eru að finna á síðustu misserum eru sennilega margir hverjir nátengdir samspili erfða og umhverfis. Skilningur á þeim mun vonandi hjálpa til við að spá fyrir um hverjir séu helst útsettir fyrir þennann eða hinn umhverfisþáttinn.

Þannig að að gamla góða baráttan um "nature vs nurture" hefur verið breytt í frasann "nature via nurture" (sbr ágæta samnefnda bók Matt Ridley´s). 

En... er sammála þér að allt of oft gleymist að hugsa um umhverfisþættina, sérstaklega þá augljósu, þegar talað er um þennan eða hinn nýja erfðaþáttinn sem hefur fundist.

Magnús Karl Magnússon, 17.6.2009 kl. 21:54

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir innleggið Magnús

Þessi athugasemd var hugsuð sem ámmining, þeim sem stunda genadýrkun.

Ég hugsa þetta út frá því hversu mikið af breytileikanum viðkomandi þættir útskýra (undir núverandi kringumstæðum). Flest genin sem ÍE er að finna útskýra mjög lítinn hluta breytileikans, og eru með mjög veika sýnd ("low-penetrance").

En fólk heyrir bara gen veldur sjúkdómum, og hundsar áhrif umhverfis eða lífstíls. (afsakar ástand sitt með genum, en gerir ekkert til að breyta neysluvenjum eða bæta líkamlegt form).

Samt getur maður lært helling af genum með veika sýnd, t.d. um þau líffræðilegu ferli sem tengjast ákveðnum sjúkdómum.

Arnar Pálsson, 18.6.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband