Leita í fréttum mbl.is

Frábær fundur

Hafrannsóknarstofnun gerði út leiðangur til að rannsaka kóralla og botnlíf við strendur Íslands. Myndirnar eru ótrúlega flottar, sjá má dæmi á síðu Hafrannsóknarstofnunar.

Maður heldur oft að lífríkið sé dauflegt á norðlægum breiddargráðum, en eins og þeir sem hafa heimsótt Mývatn, Þórsmörk eða Hornstrandir vita er náttúran við heimskautsbaug oft mjög mikilfengleg (sjá einnig ótrúlega hraða framvindu í Surtsey - frétt mbl.is og tilkynning Náttúrufræðistofnunar). Það sama á greinilega einnig við neðansjávar og greinilegt að lífríkið í kringum kórallana er mjög fjölskrúðugt og auðugt. Nokkuð ljóst er að Charcot hefði kunnað að meta þennan fund.

Manni verður ósjálfrátt hugsað til botnvörpuveiða þegar slíkar myndir birtast. Botnvörpur geta farið illa með kórallavistkerfi.

Dýrðin sést ágætlega í myndskeiði með frétt ríkissjónvarpsins. Einnig var rætt við Steinunni Hilmu Ólafsdóttur (sem ég get sagt með stolti að ég kenndi líffræði í þá daga). Hún gat ekki gefið um nákvæmt mat á aldri kórallanna, en skaut á að þeir væru líklega nokkur hundruð ára gamlir.


mbl.is Einstakir kaldsjávarkóralar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég er sammála þér - þetta er ótrúlega flottar myndir - ég hef siglt um á kafbát í Karabíska hafinu og tekið myndir af ótrúlega fallegum kóröllum og þetta jafnast alveg á við það. Guði sé lof að veiðarfærin eru ekki búin að ná að eyðileggja allan botngróðurinn hér við land.

Anna Karlsdóttir, 20.7.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband