Leita í fréttum mbl.is

Á mörkum himins og hafs

Yfirborð sjávar er hulið þunnri filmu sem er sérstök að mörgu leyti. Margir hafa veitt því eftirtekt að sjórinn virðist oft glampa eins olía. Ástæðan er sú að yfirborðsfilman er rík af kolvetnisríkum keðjum og örverum sem framleiða þær. Þarna á mörkum himins og hafs er því að finna mjög sérstakt og merkilega stöðugt vistkerfi, sem viðhelst þótt vindhraði fari yfir 10 hnúta. Örverurnar sem þarna finnast eru kunnuglegar úr öðru samhengi, þær mynda filmur á tönnum, í rörum og á öðrum stöðum.

Ég hvet alla til að lesa grein Carl Zimmers um rannsóknir hóps frá Hawaii á yfirborði sjávar, sem birtist í New York Times fyrir skemmstu (27 júli 2009), Scientists Find a Microbe Haven at Ocean’s Surface.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég ætla að kíkja á bloggið þitt annað slagið enda er það á stundum áhugavert. En ég ætla ekki að trufla erfðafræðinginn með kommentum. Bara svo þú vitir það enda önnum kafinn sjálfur.

Bergur Thorberg, 30.7.2009 kl. 19:39

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Bergur

Leitt að þér mislíki sú staðreynd að ég sé miður hrifin af fjöldapósti frá bloggvinum. Gott að heyra að þú hafir nóg við að vera.

Bestu kveðjur,

Arnar Pálsson, 31.7.2009 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband