Leita í fréttum mbl.is

Uppruni lífsins eftir viku

Eftir rétta viku, 3 október 2009, mun Guðmundur Eggertsson halda fyrirlestur um uppruna lífsins.

Allar lífverur á jörðinni eru af sama meiði, það vottar innribygging þeirra, DNA, prótínmyndunarkerfi, og efnaskipti. En hvernig varð lífið til? Til að svara þeirri spurningu hafa verið settar fram mjög, mjög, mjög margar tilgátur. Vandamálið er að prófa tilgáturnar, þær þurfa að vera nægilega nákvæmar til að hægt sé að framkvæma tilraunir eða gera athuganir til að sannreyna þær (eða hrekja!).

LeitinAdUpprunaLifsGuðmundur mun fjalla um þessa stærstu spurningu líffræðinnar, og styðjast við að hluta bók sem hann gaf út árið 2008 (Leitin að uppruna lífs, líf á jörð, líf í alheimi - Bjartur). Bókin hefur ekki fengið mikla umfjöllun hérlendis, þrátt fyrir að vera tilnefnd til verðlauna Hagþenkis. Atli Harðarson birti þó lofsamlega umsögn um bókina.

Sjá einnig grein Guðmundar í Náttúrufræðingnum, endurprentuð á Stjörnufræðivefnum.

Erindið verður kl 13:00 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ, stofu 132 og er öllum opið, engin aðgangseyrir.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð í tilefni afmælis Charles Darwins, sjá dagskránna á darwin.hi.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir áhugasama og fróðleiksfúsa..
The Cell með Dr Adam Rutherford.. mjög svo skemmtilegt.
http://doctore0.wordpress.com/2009/09/25/the-cell-the-hidden-kingdom/

DoctorE (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir ábendinguna.

Ritsjóri Nature, og með sinn eigin sjónvarpsþátt. Lítur út eins og glansgæi, en tekur á lyklaborðinu af miklum krafti.

Arnar Pálsson, 26.9.2009 kl. 11:43

3 identicon

Skellir sér á alpha "námskeið" og alles

DoctorE (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 12:33

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Guðmundur Eggertsson verður í viðtali í vísindaþættinum á útvarpi sögu á morgun (hefst kl 17:00), sjá djarfasta vísindavef Íslands stjörnfræðivefinn.

Arnar Pálsson, 28.9.2009 kl. 15:36

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Fréttablaðið birti fréttatilkynningu um erindi Guðmundar.

Myndin er ljómandi fín, sjá einnig eldri umfjöllun Fréttablaðsins um Guðmund.

Arnar Pálsson, 30.9.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband