Leita í fréttum mbl.is

Nýsköpun - íslensk vísindi

Loksins, loksins umfjöllun um íslensk vísindi í sjónvarpinu. Mörg okkar ólumst upp við þátt Sigurðar Richters og Örnólfs Thorlacius um nýjustu tækni og vísindi. Sá þáttur er einstakur í íslenskri sjónvarpssögu, spannaði árin 1967 til 2004. Sjá ágæta umfjöllun á mbl.is Nýjasta tækni og vísindi rennur sitt skeið á enda (19.4.2004).

Sjónvarpsþáttaröðin Nýsköpun - íslensk vísindi hóf göngu sína í gærkvöldi. Ég náði bara í blálokin, en blessunarlega eru þættirnir aðgengilegir á vef Rúv (í einhvern tíma allavega).

Þættirnir eru á dagskrá á fimmtudagskvöldum, kl 21:25 og eru endursýndir á ákveðnum dögum. Þættirnir verða 12 talsins.

Umsjónarmaður er Ari Trausti Guðmundsson, en framleiðandi Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður. Að auki vinna Jón S. Kjartansson og Jón Axel Egilsson að gerð þáttanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Takk fyrir að benda á þetta, sá reyndar þáttinn í gær en gæti komið sér vel seinna.

Arnar, 2.10.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband