Leita í fréttum mbl.is

Talið er að...

Merkilegt hvernig lítil orð geta breytt merkingu setninga.

Kaare Christensen við öldrunarannsóknarstofnun háskólans í suður Danmörku (Danish Ageing Research Centre at the University of Southern Denmark) kannaði gögn um lífslíkur í auðugari löndum.

Samkvæmt rannsókninni hefur meðal lífaldur hækkað stöðugt, og virðist aukningin ekki vera í rénum.

Gert er ráð fyrir því að ef hækkunin heldur áfram þá sé möguleiki á að  "meira en helmingur allra barna sem nú fæðast í auðugum iðnríkjum mun[i] ná 100 ára aldri".

Vandamálið er að um framreikning (extrapolation) er að ræða. Vitanlega geta spálíkön virkað, en það verður að taka tillit til veruleikans. Þó menn hlaupi 100 metra alltaf á styttri og styttri tíma, þýðir það ekki að barnabarn Usain Bolt muni hlaupa 100 metra á 1 sekúndu, eða að einhver tímann geti maður hlaupið þessa vegalengd á engum eða jafnvel neikvæðum tíma.

Liffræðilega spurningin er hvort það séu efri mörk á lífvænleika mannfólks? Niðurstöðurnar sýna að betra atlæti og heilsgæsla hefur tekist að framlengja líf mjög margra. Það eru frábær tíðindi.

Ítarefni

Ágrip yfirlitsgreinar Christiansen og félaga í the Lancet.  Ageing populations: the challenges ahead 374 (9696), bls.  1196 - 1208, 3 okt. 2009.

Jenny Hope í Daily mail, Half of babies born in Britain's affluent homes will live until they are 100 years old

BBC Half of babies 'will live to 100'


mbl.is Helmingur verður 100 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband