Leita í fréttum mbl.is

Fréttabréf Hins íslenska náttúrufræðafélags

Nýútkomið er fréttabréf Hins íslenska náttúrufræðafélags, og er það aðgengilegt á pdf-formi. Félagið varð 120 ára í júlí og er stefnt að því að halda fund um stöðu náttúruminjasafnsins í nóvember.

Einnig er frábært að nú skuli tímarit félagsins, Náttúrufræðingurinn vera aðgengilegur í þeirri gullkistu sem er timarit.is. Öll tölublöð Náttúrufræðingsins (nema frá síðustu 5 árum) verða aðgengileg þar.

Annars eru nokkur erindi á döfunni í vetur, hið fyrsta verður erindi Jónu Bjarkar Jónsdóttur um gróðurframvindu í Skaftáreldahrauni. Þetta er meistaraverkefni Jónu sem hún varði á vormánuðum.

Mánudaginn 26. október 2009. Gróðurframvinda í Skaftáreldahrauni og áhrif hraungambra á landnám háplantna. Jóna Björk Jónsdóttir, líffræðingur og kennari við Menntaskólann að Laugarvatni.

Mánudaginn 30. nóvember 2009. Jöklar á Íslandi við upphaf 21. aldar og framtíðarhorfur. Dr. Helgi Björnsson, jöklafræðingur og vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Mánudaginn 25. janúar 2010. Hugsanleg áhrif hlýnandi veðurfars á líffræðilega eiginleika íslensks jarðvegs. Dr. Rannveig Guicharnaud, jarðvegsfræðingur og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Mánudaginn 22. febrúar 2010. Binding kolefnis í bergi. Dr. Sigurður Reynir Gíslason, jarðvegsfræðingur og prófessor við H.Í.

Mánudaginn 29. mars 2010. Veðurfarssveiflur og lífríki hafsins við Ísland. Dr. Ólafur Ástþórsson, líffræðingur á Hafrannsóknastofnuninni.

Mánudaginn 26. apríl 2010. Lundastofn Vestmannaeyja. Dr. Erpur Snær Hansen, sviðstjóri hjá Náttúrustofu Suðurlands.

Næstu fræðsluerindi HÍN verða haldin í fyrirlestrasal Menntaskólans við Sund að Gnoðarvogi 43 og hefjast erindin klukkan 17:15.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband