Leita í fréttum mbl.is

Steingervingar og rannsóknir á svipbrigðum

Charles Darwin gaf út tímamótaverk á nítjándu öld, sem gjörbreytti hugsun okkar um hegðun, eðli og tilfinningar. Hér er ekki um að ræða Uppruna tegundanna, sem var vissulega mikilvægt framlag til skilnings okkar á tilurð mannsins og eiginleikum hans. Bókin sem um ræðir The expression of the emotions in man and animals kom út árið 1872.

eema1.jpg

Þann 31 október mun vísindasagnfræðingurinn Joe Cain fjalla um rannsóknir Darwins á svipbrigðum, sem eru ein okkar besta leið til að skilja tjáningu og tilfinningar lífvera. 

Mörg af þeim viðbrögðum sem við sýnum við áreiti eru áþekk því sem sjá má hjá dýrum, grettur byggja á vöðvum sem eru eins (eða mjög áþekkir) í okkur og simpönsum.

Viðfangsefni Cains eru rannsóknir Darwins á því sem kalla má "æðri eiginleikum" (higher faculties), sem virðast skera mannin frá öðrum dýrum. Cain leggur áherslu á að fyrirlesturinn sé ekki mjög fræðilegur, og hlustendur þurfi ekki að vera sagnfræðingar til að kunna að meta hann "you don't need to be a historian!"

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð sem efnt er til vegna þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Charles Darwin og þess að 150 verða í nóvember frá því að bók hans um uppruna tegundanna kom út.

Nú á laugardaginn (24 október) mun Ólafur Ingólfsson flytja erindi í sömu fyrirlestraröð, um steingervinga og þróun lífs (Ólafur var í viðtali á Útvarpi sögu síðasta þriðjudag, heyra má upptöku hér - þáttur 47).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Fróðlegt, þetta gefur hugtakinu "darwinisti" algerlega nýrri og skemmtilegri meiningu.

Arnar, 22.10.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Nafni

Skil reyndar ekki alveg hvað þú ert að fara, og þýðingarvél google hjálpar ósköp lítið í þessu tilfelli. Annars lít ég frekar á mig sem Pasteurista en Darwinista, eða kannski í besta falli Kimurista og Kingista (Motoo Kimura og Jack King settu fram líkan um hlutlausa þróun, sem er grundvallar punktur í þróunarkenningu nútímans).

Arnar Pálsson, 23.10.2009 kl. 13:02

3 Smámynd: Arnar

Well, eins og þú kannski veist þá er orðið "darwinisti" einhverskonar skammaryrði sem sköpunarsinnar nota yfir þá sem 'aðhyllast' þróunarkenninguna, eða bara alla sem aðhyllast ekki einhverskonar yfirnáttúrulega sköpun.

En, "darwinisti" hlýtur einnig augljóslega að innihalda alla þá sem aðhyllast þá skoðun að mannverur geti tjáð og túlkað tilfinningar með svipbrigðum.

Bíð spenntur eftir svipbrigðalausum sköpunarsinnum sem falla ekki í þann flokk að vera "darwinistar".

Arnar, 26.10.2009 kl. 09:31

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir snilldar útskýringu.

Svipbrigðalausir sköpunarsinnar sem eru ekki Darwinistar.

Ég man ekki til þess að Kimura hafi rætt svipbrigði.

En sem hlutleysissinni hélt hann kannski að sum svipbrigði væru einskís nýt.

Arnar Pálsson, 28.10.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband