Leita í fréttum mbl.is

Rannsóknir Darwins á vitsmunalífi mannsins

Þann 31. október mun Joe Cain halda erindi er nefnist Rannsóknir Darwins á vitsmunalífi mannsins. Í erindinu verður fjallað um rannsóknir Darwins á manninum, sérstaklega rannsóknir á þróun „æðri vitsmuna“, eiginleika sem einkenna manninn og aðgreina hann frá dýrum. Útlistun á þróun þessara eiginleika var eitt erfiðasta vandamálið sem Darwin stóð frammi fyrir í rannsóknum sínum. Það hefur æ síðar vafist fyrir vísindamönnum og jafnframt heillað þá. Dr. Joe Cain mun á aðgengilegan hátt varpa ljósi á tilraunir Darwins til að skýra viðfangsefnið.eema2.jpg

Myndin er ekki af Joe Cain. Um er að ræða mynd frá nítjándu öld sem sýnir svipbrigði, já og putta.

 

Joe Cain er dósent í sögu og heimspeki líffræðinnar við Department of Science and Technology Studies við University College í London. Í rannsóknum sínum hefur hann einkum beint sjónum að sögu þróunarfræðinnar, sögu vísinda í Bandaríkjunum og rannsóknum á sögu náttúrufræða. Joe Cain er einnig sérfræðingur í Darwin, Darwinisma og vísindasagnfræði.

Erindið er hluti af fyrirlestraröð í tilefni 200 ára afmælis Charles Darwin sem fram fer nú á haustmánuðum. Upplýsingar um fyrirlestrana má nálgast á slóðinni darwin.hi.is. Erindið er öllum opið og verður flutt á ensku.

31. október 2009, kl. 13:00, hátíðarsal, aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Sjá einnig fyrri færslu. Athugið, titli fyrirlestursins upp á íslensku var breytt til samræmis við áherslur erindisins.

Þeir sem hafa áhuga á þessu erindi gætu einnig haft áhuga á erindi Hrefnu Sigursjónsdóttur og Sigurðar Snorrasonar um þróun atferlis, sem verður einnig hluti af líffræðiráðstefnunni 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband