Leita í fréttum mbl.is

Líffræðiráðstefnan 2009

Í tilefni af 30 ára afmæli Líffræðifélags Íslands og 35 ára afmælis Líffræðistofnunar háskólans verður haldin ráðstefna dagana 6. og 7. nóvember 2009.

augndiskurTaugastilkur sem tengir augnbotn við heilabú ávaxtaflugu, myndina tók Sigríður R. Franzdóttir.

Íslenskir líffræðingar stunda öflugar rannsóknir á mörgum sviðum líffræði, læknisfræði og umhverfisfræði. Á líffræðiráðstefnunni 2009 verða 105 erindi sem lýsa til að mynda rannsóknum á þróun þorskstofnsins, lífríki Surtseyjar, smádýrum sem lifðu af ísöldina og tvíkynja hesti. Í sérstökum yfirlitserindum verður fjallað um framfarir í mannerfðafræði, vistkerfi norðurslóða, þroskun taugakerfisins, mikilvægi náttúruverndar og þróun atferlis. Vísindafólk úr fjórum íslenskum háskólum, fjölda stofnana og náttúrufræðisetra, sem og íslenskir vísindamenn sem starfa erlendis munu kynna niðurstöður sínar á ráðstefnunni.

Ráðstefnan fer fram í aðalsal Íslenskrar erfðagreiningar, Öskju Náttúrufræðihúsi HÍ (stofum 132, 131 og 130) og sal Norræna húsins. Setning föstudaginn er kl 8:20 6. nóvember í sal Íslenskrar erfðagreiningar.

Fimm yfirlitserindi verða haldin á ráðstefnunni.

Föstudaginn 6. nóvember:

Samspil plantna og dýra á norðurslóðum - Ingibjörg Svala Jónsdóttir (kl. 8:40 í ÍE)

Erfðir algengra og flókinna sjúkdóma: deCODE verkefnið Unnur Þorsteinsdóttir (kl. 9:20 í ÍE)

Laugardaginn 7. nóvember:

Ferðalög fruma við þroskun taugakerfisins - Sigríður Rut Franzdóttir (kl. 8:40 í 132 Öskju)

Vistkreppa eða náttúruvernd - Hjörleifur Guttormsson (kl. 9:20 í 132 Öskju)

Þróun atferlis - Sigurður S. Snorrason og Hrefna Sigurjónsdóttir (kl. 13:00 í 132 Öskju)

Ráðstefnugjald er kr. 2000 (500 f. nema). Skráningu ber að senda á netfangið liffraediradstefna@mail.holar.is. Þeir sem kynna rannsóknir sínar með veggspjöldum eða erindum eru sjálfkrafa skráðir. Í ráðstefnugjaldi er innifalinn miði á haustfagnað Líffræðifélags Íslands sem haldinn verður 7. nóvember í Gyllta sal Hótel Borgar.

Sjá nánar á heimasíðu Líffræðifélags Íslands, biologia.hi.is.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband