Leita í fréttum mbl.is

Eru minni aksturshæfileikar vörn gegn Parkinsons?

Vísir.is birti þessa sömu frétt í morgun, undir þeim skelfilega titli Umferðagenið er fundið, með öllum þeim göllum sem hugsast getur. Samt fannst ritstjóra mbl.is ástæða til að feta sömu spor út í kviksyndið.

Er "slæmur akstur genunum að kenna" er dæmi um genadýrkun af verstu gerð.

Mogganum til hrós, þá tala þeir ekki um að fólk sé með eða ekki með ákveðin gen. Hann áttar sig á því að það er breytileiki í genunum sem sýnir fylgni við einhvern eiginleika. Í þessu tilfelli gerðu einstaklingar með eina útgáfu af BDNF að meðaltali fleiri skyssu en þeir sem voru með hina útgáfu af geninu. Einnig áttu þeir, að meðaltali, verr með að læra af mistökum í akstursþjálfun.

En mbl.is, vísir.is og flestir aðrir miðlar ræddu ekki um hina hliðina á málinu, stökkbreytingin virðist ekki bara hafa slæm áhrif. Samkvæmt www.news-medical.net:

Rannsóknir hafa sýnt að fólk með þessa útgáfu (samsætu eða allel) af BDNF virðast haldast "vitinu" lengur ef þau þjást af taugahrönunarsjúkdómi á borð við Parkinson, Huntingtons eða mænusigg.

Studies have found that people with it maintain their usual mental sharpness longer than those without it when neurodegenerative diseases such as Parkinson's, Huntington's and multiple sclerosis are present.

Það sem var bærilega athyglisverð uppgötvun (ef sönn reynist) er kannski ennþá forvitnilegri.

Ákveðin stökkbreyting í BDNF geninu virðist draga úr aksturshæfileikum en gæti varið þig fyrir taugahrörnun.

Það versta er að rannsóknin er gerð á 29 einstaklingum, og ég trúi ekki niðurstöðunni fyrr en hún verður staðfest á minnst 200 manna úrtaki. Mikið getur tölfræðin sett leiðinlegar hömlur á annars spennandi sögur.

Á laugardaginn ætlar Joe Cain að segja okkur sögu um Darwin og vitsmuni.


mbl.is Slæmur akstur genunum að kenna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Rannsókn á 29 einstaklingum... þetta er nú eiginlega bara brandari er það ekki?
Entertainment news?

Ólafur Þórðarson, 30.10.2009 kl. 02:17

2 Smámynd: Arnar Pálsson

29 er í smærri kantinum. Það er hægt að bera saman 3 og 3, en til að hafa almennilegt afl er mælt með 30 á  30, eða fleiri.

Það versta er það þarf að greiða til að fá aðgang að greininni, þannig að maður getur ekki séð p-gildið sem liggur til grundvallar.

Arnar Pálsson, 30.10.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband