Leita í fréttum mbl.is

Vilja að Ísland allt fái umhverfisvottun

Frá því var greint í fréttablaði dagsins (16 nóvember 2009) að verið er að spá í að fá umhverfisvottun á allt Ísland. Úr fréttinni:

Umhverfismál Líffræðingarnir Menja von Schmalensee og Róbert A. Stefánsson hjá Náttúrustofu Vesturlands hafa sett fram hugmynd um umhverfisvottað Ísland.

Umhverfismál Líffræðingarnir Menja von Schmalensee og Róbert A. Stefánsson hjá Náttúrustofu Vesturlands hafa sett fram hugmynd um umhverfisvottað Ísland. Telja þau hugmyndina raunhæfa leið til að byggja upp ímynd landsins og styrkja á sama tíma ferðaþjónustu, útflutningsgreinar og sjálfbæra þróun. Svandísi Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýst vel á hugmyndina.

Menja útskýrir að hugmyndin hafi sprottið frá því þegar unnið var að umhverfisvottun Snæfellsness, sem svæðið hlaut árið 2008. "Eftir Umhverfisþing umhverfisráðuneytisins á dögunum fannst okkur rétti tíminn til að reyna að ýta hugmyndinni úr vör. Þar voru skilaboð fyrirlesara og þinggesta mjög skýr á þann veg að Íslendingar ættu að reyna að finna nýjar og sjálfbærar leiðir til að byggja upp landið að nýju í kjölfar bankahrunsins."

Menja og Róbert settu þessa hugmynd fram í skýrslu sem aðgengileg er á vef náttúrustofu Vesturlands.

Mér finnst eitt af því sem verði að taka á sé verndun íslenskrar náttúru, bæði gegn áformum um framkvæmdir og ekki síst gagnvart innfluttum tegundum. Það er nokkuð sem Peter og Rosemary Grant hömruðu á í lok fyrirlesturs síns um finkurnar á Galapagos. Mér þykir einnig líklegt að Hafdís Hanna Ægisdóttir leggi sömu áherslu í fyrirlestri sínum um lífríki eyja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband