Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Erindi: Mótefnavaki

Fimmtudaginn 4. febrúar 2010 mun Haraldur Björnsson halda erindi um mótefnavaka í Moritella viscosa, bakteríu sem veldur vetrarsárum í eldisfiski.

Verkefnið snérist um að einangra mótefnavaka, sem er sá hluti bakteríu sem ónæmiskerfi fisksins þekkir og bregst við. Einangrun slíkra mótefnavaka gefur möguleika á að hægt verði að þróa bóluefni gegn bakteríum.

Nánari lýsingu á verkefninu má finna á vef HÍ.

Fyrirlesturinn verður í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ, og hefst erindið kl 15:00.

Titill erindisins er "Einangrun og lýsing á ytri himnu próteini í Moritella viscosa".

Leiðbeinendur í verkefninu voru Eva Benediktsdóttir, dósent við Háskóla Íslands og Dr. Viggó Þór Marteinsson, fagstjóri hjá Matís.


Ábyrgðin liggur hjá...

Þessi grein læknisins Wakefield er vitanlega kveikjan, en ábyrgðin liggur víðar.

Lancet viðurkennir að þeir beri að hluta ábyrgð. Vísindatímarit treysta á að vísindamennirnir sem senda þeim greinar falsi ekki niðurstöður sínar, og að yfirlesarar og ritstjórar meti þær á sem strangastan hátt. 

Það verður samt aldrei hjá því komist að einstaka grein með "rangar" niðurstöður komist í gegn og fáist birt. 

Slíkar "rangar" niðurstöður eru afhjúpaðar sem slíkar þegar aðrir vísindamenn endurtaka rannsóknirnar. Í tilfelli MMR greinar Wakefield fann enginn þeirra rannsókna sem fylgdu í kjölfarið tengsl á milli MMR og einhverfu. Tilgátan um tengsl MMR bólusetninga og einhverfu var því afsönnuð...en sögunni var alls ekki lokið.

Tilgátan hafði nefnilega öðlast sitt eigið líf, og flaug sem eldur í sinu meðal fólks í Bandaríkjunum og Evrópu. "Bóluefni valda einhverfu" var rætt í saumaklúbbum og í lyftingasölum, flugvöllum og heilsubúðum.

Ben Goldacre er sannfærður um að fjölmiðlarnir beri mesta ábyrgð á ferðalagi MMR lygasögunar. Óábyrg fréttamennska, svo og sú árátta að hampa frekar orðrómi en traustum niðurstöðum hafi kynnt undir þetta fáviskubál. MMR bólusetning féll úr 92% í 73% á tilteknu tímabili (í kjölfar greinar Wakefield).

Afleiðing er sú að fleiri börn eru í hættu á að fá mislinga eða hettusótt. Það er ekkert grín!

Stór hluti ábyrgðarinnar er því hjá fjölmiðlum. Þeir eru ekki bara ábyrgir fyrir þeim fréttum sem þeir prenta, heldur einnig ákvörðunum um það sem þeir prenta ekki.

Ítarefni:

Ben Goldacre The media’s MMR hoax og The Wakefield MMR verdict

NY Times 28 janúar 2010  UK Medical Panel Rules Against Doctor Over Vaccine

Arnar Pálsson - pistill á svipuðum nótum, Lesa, gleypa og kyngja


mbl.is Lancet afturkallar 12 ára gamla grein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

80 manna úrtak

Margir vísindamenn stunda rannsóknir sem nýtast beint við meðhöndlun sjúkdóma, hjálpa okkur að lifa heilbrigðu lífi og gefa okkur hugmyndir um skynsamlegar forvarnir.

Krafan er samt sú tilraunirnar séu rétt upp settar, tölfræðin traust og niðurstöðurnar ekki oftúlkaðar.

Það er almennt talið að lýsi sé allra meina bót, m.a. áskrift á betri tauga og heilastarfsemi.

Það merkilega er að sorglega lítið af rannsóknum styður þetta. Ben Goldacre hefur rakið í nokkrum pistlum og bókarkafla hvernig á ekki að setja upp tilraunir (The fishy reckoning). Pillufyrirtækið Equazen og sveitarfélag í norður Englandi (Durham Council) settu upp rannsókn á áhrifum lýsis á frammistöðu á prófi, nema hvað þeir gleymdu að hafa viðmiðunarhóp.

Í slíkum rannsóknum verður að hafa viðmiðunarhóp, og það verður að tryggja að það sé tilviljun háð hvort einstaklingur fái meðhöndlun eða lyfleysu (ekki gervilyf).

Önnur yfirlitsrannsókn dró saman niðurstöður úr nokkrum rannsóknum á andlegri hæfni 65 ára og eldri. Þar var ályktað að það væru ónóg gögn til að meta hvort lýsi/Omega-3 hefðu áhrif á greind (cognative ability) þessa hóps.

There was insufficient evidence to evaluate the effect of omega-3 fatty acids on any cognitive domains. 

Ég vil taka fram að það er alls ekki ómögulegt að lýsi, eða bara fiskur yfir höfuð hafi jákvæð áhrif á þroskun ungviðis eða greind.

Rannsóknin sem kynnt er í Morgunblaðinu er byggð á 80 einstaklingum, sem er frekar lítið úrtak, enda er talað um þetta sem forrannsókn (preliminary study), sem gefi vísbendingar sem fylgja þurfi eftir. Réttast hefði verið að rannsóknahópurinn hefði sótt um meira fjármagn og gert rannsóknina almennilega en af einhverri ástæðu var send út fréttatilkynning...og kötturinn þar með úr sekknum. 

Hinn hluti vandamálsins er hvernig fréttastofur - ritstjórar - fréttamenn meðhöndla vísindalegar fréttir. Þeir oftúlka forrannsóknir, slá ekki varnagla, skilja ekki veikleika rannsóknanna og lepja upp villur hver frá öðrum (í hvíslara-hrings-stíl).

Frétt BBC Fish oils 'beat mental illness'

Taking a daily fish oil capsule can stave off mental illness in those at highest risk, trial findings suggest

AP fréttatilkynning

Fish oil pills may be able to save some young people with signs of mental illness from descending into schizophrenia, according to a preliminary but first-of-its-kind study.

Þessar varkáru inngangsetningar verða að staðhæfingu hjá mbl.is.

Þeir sem eru líklegir til að fá geðsjúkdóma geta dregið úr hættunni á því með því að taka inn lýsi daglega, samkvæmt nýrri rannsókn.

Reyndar kemur varkárara orðalag í næstu málsgrein, en þá hefur lesandinn þegar myndað sér skoðun.

Ítarefni:

Fréttatilkynning frá AP, birt í New York Times  Fish Oil Shows Promise in Preventing Psychosis

Ian Goldacre - (badscience.net) The fishy reckoning og skyldar færslur um Durham rannsóknina.

BBC Fish oil brain study 'laughable' og Agency doubts fish oil benefits.


mbl.is Fiskiolía verndar geðheilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband