Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Mótefnavaki

Fimmtudaginn 4. febrúar 2010 mun Haraldur Björnsson halda erindi um mótefnavaka í Moritella viscosa, bakteríu sem veldur vetrarsárum í eldisfiski.

Verkefnið snérist um að einangra mótefnavaka, sem er sá hluti bakteríu sem ónæmiskerfi fisksins þekkir og bregst við. Einangrun slíkra mótefnavaka gefur möguleika á að hægt verði að þróa bóluefni gegn bakteríum.

Nánari lýsingu á verkefninu má finna á vef HÍ.

Fyrirlesturinn verður í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ, og hefst erindið kl 15:00.

Titill erindisins er "Einangrun og lýsing á ytri himnu próteini í Moritella viscosa".

Leiðbeinendur í verkefninu voru Eva Benediktsdóttir, dósent við Háskóla Íslands og Dr. Viggó Þór Marteinsson, fagstjóri hjá Matís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband