Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Meðvitund undir

Bjarni Helgason - listamaðurinn sem hannaði veggspjald Darwin daganna, Darwin bolina og kápu á bókina um Arfleifð Darwins, mun halda listasýningu í Iðu.

medvitund.jpg Hún hefst fimmtudaginn 15 apríl, kl 18.


Örverur í Skaftárkötlum

Rúv sagði i gær frá rannsókn Viggós Marteinssonar og samstarfsmanna á lífríkinu undir Vatnajökli. Nánar tiltekið skoðuðu þeir sýni úr Skaftárkötlum, sem er undir 300 þykkum ís. Þéttnin örvera var umtalsverð, en það sem vekur athygli er að ríkjandi tegundir í katlinum lifa á vetni. Einnig komí ljós að raunbakteríur voru ríkjandi (engar vísbendingar fundust um fornbakteríur).

Frétt RÚV Örverur á öðrum hnöttum?

Eric Gaidos o.fl. An oligarchic microbial assemblage in the anoxic bottom waters of a volcanic subglacial lake The ISME Journal (2009) 3, 486–497; doi:10.1038/ismej.2008.124; published online 18 December 2008

Tilkynning frá Matís


Athyglisvert orðalag

Yfirhylming kaþólsku kirkjunar á kynferðisglæpum sem hempuklæddir fulltrúar hennar hafa stundað er einn mesti skandall samtímans.

Sinead O´connor var fórnarlamb slíks ofbeldis, og reif mynd af páfa í beinni útsendingu í sjónvarpi, til að benda fólki á að æðsti valdhafi kaþólsku kirkjunar gerði ekkert fyrir fórnarlömbin. Hún varð fyrir ofsóknum fyrir gjörningin, en sannleikurinn er hennar megin.

I ask Americans to understand why an Irish Catholic woman who survived child abuse would want to rip up the pope's picture. Sinead O´Conner - í Washington Post - 2010.

Blaðamenn New York Times hafa verið að rannsaka störf Joseph Ratzinger (núna Benedikts páfa númer eitthvað) á níunda áratugnum. Þau hafa sannarnir fyrir því að páfi hafi forðast það að refsa prestum, sýnt þeim mikla linkind og hugsað fyrst og fremst um hagsmuni kirkjunar, EKKI um velferð þolenda. Fréttin sem mbl.is vísar til er Pope Put Off Punishing Abusive Priest.

Áður hafði páfagarður haldið því fram að páfinn væri með hreinan skjöld, hefði ekki komið nálægt þessum (vandræðalegu) málum.

NY Times sýndi í mars að páfi hafði fylgst með slíkum málum, fengið bréf um þau og stjórnað fundum þar sem þau voru rædd.

Það er borðleggjandi að kaþólska kirkjan stendur þéttan vörð um mikilvægasta fólkið, þá hempuklæddu.

Kveikjan að pistli þessum er orðalag fréttarinnar á mbl.is. Þar segir:

Dawkins og Hitchens halda því fram að Benedikt páfi hafi í störfum sínum innan kaþólsku kirkjunnar, áður en hann kom í Vatikanið, ítrekað reynt að koma í veg fyrir að kynferðisbrot kæmust upp á yfirborðið eða reynt að gera lítið úr þeim. [skáletrun mín]

Samkvæmt mbl er sem sagt einhver spurning um að páfinn hafi gert lítið úr kynferðiafbrotamálum innar kirkjunar og reynt að hylma yfir þeim. Mér finnst athyglisvert að mbl skuli taka svona veikt til orða, eru þeir hallir undir páfagarð?

Aukaatriði.

Mér finnst fáranlegt að hafa fjórar málsgreinar af enskum texta neðst í fréttinni, og þar undir copyright Árvakur 2010. Þegar ég límdi þessar setningar inn í google fundust tugir síða með nákvæmlega sama orðalag. Núna hefur Árvakur einkarétt á annsi miklu, eða helduru kannski að þeir hafi stolið textanum?

Starfsmenn mbl.is hafa nú fjarlægt enska textann, en segja samt ekki frá leiðréttingunni.

Sönnunargagn:


mbl.is Hyggjast handtaka páfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kraftaverkalyf, laukurinn og grefillinn

Fyrst þetta alvarlega, af vef vantrúar

Innerlight supergreens - Kraftaverkalyf?

Síðan skopið

Af vef grefilsins - þessi síða er algert æði

Heilaþveglar, Karlakrækjan, Skoðanaskiptir

Og síðan nýklassík af lauknum.

Scientists Successfully Teach Gorilla It Will Die Someday - ok þetta er  frekar dapurlegt grín en samt merkilega fyndið.

NASA Scientists Plan To Approach Girl By 2018 - dapurlega fyndið á annan hátt, sérstaklega fyrir þá okkar sem spyrja fyrst og kyssa svo.

NASA Delays Shuttle Launch Out Of Sheer Habit


Vagga mannkyns

Á nítjándu öld voru flestir vestrænir vísindamenn sannfærðir um að maðurinn væri ættaður frá Evrópu. Fundist höfðu leifar fornmanna í hellum víðsvegar um Evrópu.

Darwin benti á að miðað við núlifandi tegundir, þá svipaði okkur mest til simpansa og górilla. Báðar þær tegundir eru bundnar við Afríku, og því taldi hann líklegast að uppruna mannsins væri á því meginlandi.

Röksemd Darwins byggðist á landfræðilegri dreifingu lífvera. Hann hafði tekið eftir ákveðnu mynstri í dreifingu lífvera. Steingervingar í suður Ameríku voru svipaðir lifandi tegundum sem byggðu álfuna. Finkurnar á Galapagoseyjaklasanum voru allar náskyldar. Að auki svipaði finkunum á Galapagos mest til fugla í Ekvador, sem er það land suður Ameríku sem er landfræðilega nálægast. Þetta á sér mjög eðlilegar skýringar. Í fyrsta lagi setur dreifingargeta lífvera þeim skorður, það tæki Geldingahnapp töluverðan tíma að þekja Surtsey, jafnvel þótt jarðvegur eyjarinnar væri frjósamur. Í öðru lagi draga farartálmar eins og höf, jöklar og ár úr flutningi lífvera. Allt þetta mótar dreifingu núlifandi tegunda, og þróun og útbreiðslu tegundanna í gegnum jarðsöguna.

phpthumb_generated_thumbnail.jpgAustralopithecus africanus Mynd frá Maropeng.

Eftir að vísindamenn brutu odd af vestrænuoflæti sínu hófu gröft í Afríku komu dásamlegir steingervingar í ljós, flestir í mið eða suður Afríku (t.d í Olduvai lægðinni). Fundur Australopithecus sediba er bara nýjasta viðbótin við þann aragrúa manntegunda sem við þekkjum. Það er að koma betur og betur í ljós að fjölbreytileikinn í ættartré okkar hefur verið umtalsverður. Steingervingasagan sýnir okkur að við áttum nokkra tugi ættingja. Einnig er ljóst að sumir þessara ættingja deildu jörðinni með okkur, fyrir kannski 30000 árum.

Væri ekki frábært ef margar tegundir manna byggju á jörðinni?

Ítarefni:

Við ræddum um fund Australopithecus sediba í pistlinum 9 ára drengur fann nýja manntegund.

Ég bendi ykkur sérstaklega á Maropeng - sýningu um vöggu mannkyns.


mbl.is Smátenntir, leggjalangir og breiðir til mjaðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

9 ára drengur fann nýja manntegund

Matthew Berger, níu ára drengur í Suður Afríku var að elta hundinn sinn, féll um koll og...fann steingerða hauskúpu.

Pabbi, ég fann steingerving - kallaði hann.

Í ljós kom að þessi um tveggja milljón ára hauskúpa var af barni, líklega litlu eldra en Matthew, og að hún tilheyrir áður óþekktri manntegund (hominid). Einnig fannst önnur höfuðkúpa sömu tegundar á svæðinu (Malapa hellinum fyrir norðan Jóhannesarborg). Tegundin er náskyld Lucy, og hlaut hafnið Australopithecus sediba. Greint er frá uppgötvuninni í Science sem kemur út í dag (mynd af vef Science).

328_154_f1.gif Svona frásagnir eru algengari í ævintýrabókunum, um fimm fræknu, Tom Swift eða Frank og Jóa. En Matthew var ekki á þessum slóðum fyrir tilviljun, faðir hans Lee Berger er steingervingafræðingur sem var einmitt að leita að sýnum á þessu svæði.

Í steingervingafræði skiptir nefnilega öllu máli að velja rétt jarðlög og svæði til rannsókna. Ef þú vilt finna tegundir sem eru skyldar fyrstu ferfætlingunum, þarftu eldri jarðlög (það leiddi Neil Shubin og félaga til norður Canada, þar sem þeir fundu Tiktaalik). Ef þú hefur áhuga á að finna leifar manntegunda, þá er sniðugast að leita í 0-7 milljón ára gömlum setlögum eða hellum í Afríku.

Það kemur í ljós að svæðið sem Berger feðgar og samstarfsmenn voru að skoða er mjög auðugt af steingervingum. Það virðist sem hópu lífvera hafi leitað inn í helli, og líklega hrapað til bana. Það fundust leifar af sverðtígrisdýrum, antilópum og hýenum, en engin beinanna báru þess merki að lífverurnar hefðu verið étnar (tennur skilja eftir sig skrapför á beinum!). Það er líklegast að ormar og skordýr hafi hreinsað af beinunum, og að flóð hafi skolað leifunum og kalkríkum sandi í poll. sem eru kjöraðstæður fyrir myndun steingervinga.

Ítarefni (bætt við eftir á):

Úr New York Times CELIA W. DUGGER and JOHN NOBLE WILFORD
New Hominid Species Discovered in South Africa

úr Science (9 apríl 2010).

Australopithecus sediba: A New Species of Homo-Like Australopith from South Africa
L. R. Berger et al.
Geological Setting and Age of Australopithecus sediba from Southern Africa
P. H. G. M. Dirks et al.

Varnir gegn sýkingum

Sýkingar eru töluvert vandamál í fiskeldi, líklega vegna þess hversu þétt fiskar eru í kví eða keri.

Leiðirnar til að verjast slíkum sýkingum eru nokkrar, bólusetningar, efnavarnir, val fyrir þolnum afbrigðum fiska og notkun á varnarefnum úr plöntum og öðrum lífverum.

Í dag verður fjallað um leiðir til að nota örverur sem vörn í fiskeldi. Um er að ræða fræðsluerindi á vegum Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að
Keldum. Úr tilkynningu:

Fyrirlesari: Prófessor Brian Austin örverufræðingur, forstöðumaður Institute of Aquaculture, University of Stirling, Skotlandi. Heiti erindis: The use of probiotics and medicinal plants for the control of diseases in aquaculture. Erindið verður haldið fimmtudaginn 8. apríl, kl. 12:20 á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Probiotics, which are regarded as live or dead micro-organisms or their products with health benefits to the host, are steadily gaining use in aquaculture for disease control, supplementing or even in some cases (e.g. in Ecuador) replacing the use of antimicrobial compounds. 

Því miður hef ég ekki heppilega þýðingu á orðinu Probiotics, hvað með lesendur? Dr Austin er komin hingað til lands vegna doktorsvarnar Rannveigar Björnsdóttur við læknadeild HÍ. Verkefni hennar heitir "Bakteríuflóra á fyrstu stigum lúðueldis". Vörnin verður á morgun kl 13:00. Úr tilkynningu:

Niðurstöður doktorsverkefnisins varpa skýrara ljósi á þróun bakteríuflóru á fyrstu stigum lúðueldis og hugsanleg áhrif samsetningar flórunnar á lifun og þroska frá frjóvgun eggja til loka startfóðrunar. Mikil og skyndileg afföll eru vandamál á þessum fyrstu og viðkvæmustu stigum eldisins og ekki hvað síst fyrstu vikurnar í fóðrun þegar lirfurnar þurfa á lifandi fóðurdýrum að halda. Niðurstöður sýna enn fremur að breytingar á umhverfisþáttum höfðu veruleg áhrif á fjölda og samsetningu bakteríuflórunnar þar sem unnt reyndist að örva ósérhæft ónæmi lirfa við meðhöndlun fæðudýra með vatnsrofnum fiskipróteinum og bætt lifun fékkst við meðhöndlun fóðurdýra með bakteríustofnum sem voru ríkjandi í meltingarvegi lirfa með góða afkomu. Niðurstöður benda einnig til þess að ríkjandi hluti flóru lirfa og fóðurdýra þeirra geti að stórum hluta verið ræktanlegur.


Grænir dagar, ár og aldir

Samtök nemenda í umhverfis og auðlindafræði við HÍ (GAIA) standa fyrir grænum dögum, 7-9 apríl. Þema daganna er líffræðilegur  fjölbreytileiki The International Year of Biodiversity sjá einnig Frétt um líffræðilega fjölbreytni.

 

Á dagskránni eru margskonar viðburðir, fataskiptimarkaður, kvikmyndasýningar og málþing. Dagskránna má nálgast á vef GAIU.

Umhverfisfræðin var eitt af mínum uppáhaldsfögum í líffræðinni, en á endanum ákvað ég að einbeita mér að þróun og erfðum. Kanadískur vinur minn sagðist hafa gefist upp á umhverfisfræði út af pólitíkinni, fræði og þekking væru iðullega trompuð af hagsmunum iðnfyrirtækja, sveitarfélaga og stjórnmálaafla. 

Nýverið lauk ég við að lesa Mannlausa veröld ( The World Without Us - Alan Weisman) í þýðingu Ísaks Harðarssonar (rætt í Plastfjallinu). Það var alltaf hugmyndin að gera bókinni betri skil hérna. Altént, aðalhugmyndin í henni er sú að lífið á jörðinni væri betur sett ef maðurinn gufaði upp. Áhrif okkar á umhverfið eru margþætt og yfirgengileg, vistkerfi hnigna, tegundir deyja út og heilu landsvæðin breytast í auðn.

Ég er ekki að hvetja til þess að maðurinn fremji eitt allsherjar Harakiri (það eru þó hópar sem predika það!) en við eigum að geta lifað í meiri sátt við náttúruna.

Grænir dagar eru ágætir, en væri ekki frábært að hafa græna öld?


Meðvitund um náttúruna

Stóra kóralrifið við strendur Ástralíu er eitt af 7 náttúru-undrum veraldar. Mér finnst frábært að forsetisráðherra Ástralíu og þjóðin öll skuli vera svona meðvituð um náttúruna. Það væri gaman ef við Íslendingar stæðum jafn þétt um Þjórsárver, Snæfell, Þeystareyki og Hveravelli.

greatbarrierreef_01 Kóralrif byggjast upp af grynningum, t.d.við strendur eyja, og geta orðið verulega gömul.

Charles Darwin tók eftir því hvernig margar eyjar í Kyrrahafi voru umlukin kóralrifi. Sumar eyjarnar voru nýjar, höfðu orðið til vegna eldvirkni. Þær voru með unga umgjörð kóralrifs.

Eldri eyjar voru farnar að sökkva, eldfjallið orðið að aflíðandi hæðum. Kóralrifin voru farin að hlaðast upp á grunnsævinu og orðin verulega þykk.

Elstu rifin voru þau sem mynduðu einfaldan hring, og í miðjunni var gat þar sem eyjan hafði verið. Dæmi um þessi þrjú stig má sjá í bók um dýrafræði (Manual of Zoology, eftir Henry Alleyne Nicholson 1880).

fig-91-structure-of-coral-reefs-1-fringing-reef-2-ba.jpg Jarðfræði Charles Lyell var Darwin einmitt innblástur á hringferð sinni um hnöttinn.

Darwin áttaði sig á óravíddum tímans, og hvernig breytingar verða á náttúrulegum fyrirbærum í tímans rás. Það var kveikjan að þróunarkenningunni, og einnig tilgátu Darwins um tilurð kóralrifja.

Merkilegt er hvað fáir bókstafstrúarmenn leggja sig í líma við að kasta rýrð á kóralrifskenningu Darwins. Hvað ef maðurinn væri kominn af kóral en ekki apa?


mbl.is Rudd vill draga menn til ábyrgðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfleifð daga Darwins

Á síðasta ári voru 200 frá fæðingu Charles Darwin og 150 ár liðin frá útgáfu bókar hans um Uppruna tegundanna. Darwin var einn mesti náttúrufræðingur sögunnar og í bók sinni setti hann fram þróunarkenninguna og útskýrði hvernig lífverur hafa í tímans rás tekið breytingum, og lagast að umhverfi sínu.

Af því tilefni stóðu nokkrir aðillar fyrir ritgerðarsamkeppni meðal framhaldsskólanema, málþingi um eðli mannsins og fyrirlestraröð um þróun lífsins (Heimasíða verkefnisns er Darwin.hi.is).

Síðasta verkefni okkar af þessu tilefni er ritgerðarsafn, sem fjallar á víðum nótum um kenningu Darwins, þróun lífsins og áhrif þróunarkenningarinnar á menningu.

Á næstu vikum mun ég kynna kafla bókarinnar, ræða um forsíðuna og segja frá því sem við höfum lært á ritstjórnarferlinu.

Eitt það erfiðasta við bókaútgáfu er að ákveða titil. Við gerum miklar kröfur til titla, um að þeir séu aðlaðandi, stuttir, hnyttnir og hlaðnir merkingu. Ritnefndinn og íslenskumaðurinn sem var okkar stoð og stytta, velti upp mörgum mögulegum titlum. Voru þeir flestir langir, loðnir og slæmir.

Að endingu sættumst við á:

Arfleifð Darwins: þróunarfræði, náttúra og menning.

Kápan verður hönnuð af Bjarna Helgasyni sem einnig gerði veggspjaldið fyrir Darwin daganna 2009.

DarwinVeggspjald


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband