Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Af hverju að lesa biblíuna?

Persónulega skil ég ekki fólk sem nennir að lesa trúartexta eins og biblíuna. Jafnvel þeir sem eru yfirlýstir jésúitar, hafa aldrei lesið biblíuna, treysta frekar á túlkanir annara og niðursuðu presta og postula.

Sem fermingardrengur reyndi ég að lesa biblíuna (ég var alveg stappfullur af helgi...svo lá við slepju), en fannst Frank og Jói miklu skemmtilegri.

Félagi Steindór, sem ég vitna til oftar en biskupinn í biblíuna, birti nýlega pistil á innihald.is um Guðleysi og biblíuna. Steindór hefur nefnilega lesið tugi bóka um kristni, biblíuna, trú og trúleysi. Síðan las hann biblíuna, eða amk nýja testamentið. Hann segir:

Ég hef lesið um afbyggingu og ótrúlega smækkun Jesú, þróunarsögu djöfulsins, áhrif Adam og Evu á frumkristni, Tómasarguðspjall, illsku- og ofbeldisvandamál Biblíunnar, þjóðfræðilega greiningu á Biblíunni, Opinberunarbókina, og endalok Biblíurannsókna 

Það sem mér þykir hins vegar mest um vert er að ég lét loksins verða af því að lesa Nýja testamentið (NT) og valda kafla úr því Gamla (GT). Það er sérkennileg tilfinning fyrir guðlausan mann að lesa NT. Hér er á ferðinni rit sem hefur haft gríðarleg áhrif á vestræna menningu undanfarin tvöþúsund ár og sér ekki fyrir endann á því. Þrátt fyrir þetta snerti lestur Biblíunnar ekki við mér tilfinningalega. Varð mér því stundum hugsað til einstaklinga á borð við Sophie Scholl sem sóttu styrk í Biblíuna til þess að berjast gegn ofurefli. Þetta mun ég líklega aldrei upplifa. Kjarkur minn kemur annars staðar frá. Innra með sjálfum mér.

Þó Biblían hafi ekki snert við mér tilfinningalega þá tendraði lesturinn upp vitsmunahliðina í mér. Ástæða þess liggur fyrst og fremst í því að ég var búinn að undirbúa mig vel og hóf því lesturinn með nokkuð ítarlegan leiðarvísi. Ég byrjaði t.d. ekki á Mattheusarguðspjalli, fyrsta riti NT, heldur Markúsarguðspjalli. Ástæðan er sú að Markús er elsta guðspjallið og byggja Mattheus og Lúkas að hluta til á því. Einnig var ég meðvitaður um þversagnir og falsanir í Biblíunni.

Þótt umfjöllun Steindórs sé skemmtileg þá mun ég frekar lesa Thinking fast and slow eftir Daniel Kahneman sem ég keypti í bóksölu stúdenta í vikunni (Heili 1 og heili 2) en biblíuna eða bækur um hana. Þótt sannarlega sé hún merkileg bók, þá vil ég frekar lesa um einhver djúp fræði en sögu trúartexta (hvort sem það sé talmúdd, nýja testamentið eða bókin um veginn).

Gleðileg súkkulaðiegg og páskalambasteik. 


Kortlagning erfðaþátta í vorskriðnablómi

Bjarni Vilhjálmsson stærðfræðingur og lífupplýsingafræðingur vann við  Gregor Mendel Institute við Vínarháskóla en er nýráðin á tilraunastofu Alkes Price við Harvard Háskóla (Price laboratory)). Hann mun fjalla um kortlagningu erfðaþátta í vorskriðnablómi (Arabidopsis thaliana) í erindi 11. apríl 2012 (kl. 11:00-11:45).

Erindið verður flutt á ensku.

Erindið heitir: Erfðamengjaskimun fyrir þáttum sem hafa áhrif á marga eiginleika í uppskiptum stofni (A mixed-model approach for genome-wide association studies of correlated traits in structured populations).

Samhliða skimun fyrir áhrifum hundruða þúsunda breytinga í erfðamenginu á ákveðna eiginleika er núna möguleg fyrir nokkrar lífverur. Eitt megin vandamál slíkra rannsókna er fylgni á milli einstaklinga eða eiginleika. Fylgni milli einstaklinga kemur til af stofngerð, ef stofninn er uppskiptur og æxlast ekki handahófskennt. Fylgni á milli eiginleika sprettur úr þroskunarfræði og lífeðlisfræði lífverunnar, sem veldur því að t.d. hæð og breidd fylgjast að. Bjarni hefur notað blönduð líkön (mixed models) til að reyna að sundurliða slíka fylgni og greina áhrif stökkbreytinga á fleiri en einn eiginleika í uppskiptum stofnum (ítarlegra enskt ágrip fylgir).

mlt_human_tg_ldl.jpgMynd af tölfræðilegum tengslum yfir marga litninga. Á X ás eru mismunandi litningar, og á Y ás eru tölfræðileg tengsl (- log af p-gildi). Fengin frá B. Vilhjálmssyni.

ATHUGIÐ þessi fyrirlestur Líffræðistofnunar verður haldinn í fundarherbergi Jarðvísindastofnunar á 3. hæð Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Erindið er einnig á miðvikudegi, ekki föstudegi eins og hefð er fyrir.

Dagskrá vorsins má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.

Enskt ágrip:

Due to decreasing costs of sequencing and genotyping, genome-wide association studies (GWAS) are becoming a standard approach for studying the genetics of natural variation. A major problem in such studies is that the complicated dependence-structure of the data ? between loci as well as between individuals ? makes estimating the effect of an individual locus challenging. Mixed models have emerged as a general and flexible approach for dealing with this problem. Here we extend this approach to carry out GWAS of correlated phenotypes. One application is dealing with traits that are biologically related: using human cohort data, we demonstrate greatly increased power to detect pleiotropic loci that effect more than one type of blood lipid. A second application is dealing with the same trait measured in multiple environments: using Arabidopsis data, we demonstrate the identification of loci whose effect depends on the environment.

 


Mennskir minkar við Galapagos

Fyrst vill ég óska Rannveigu og félögum til hamingju birtingu greinarinnar og spennandi niðurstöður.

Það er forvitnilegt að sjá hvernig minkurinn leitar á önnur mið, í bókstaflegri merkingu, þegar samkeppni er minni og framboð fæðu eins og það er á Snæfellsnesi.

Ég hef nú ekkert sérstaklega merkilegt við þetta að bæta, fréttatilkynningin frá Náttúrustofu Vesturlands segir allt sem segja þarf. En það að minkurinn sé að leita meira til sjávar minnir mig á þráðinn í skondinni skáldsögu Kurt Vonnegut  Galapagos (mæli með lofgjörð "Things-mean-a-lot" um bókina).

Í sögunni deyr mannkynið út, nema áhöfn og farþegar á smá dalli á leið til Galapagoseyja. Fólk þetta verða forfeður nýrrar manntegundar, sem nýtir sér gjöful fiskimið í kringum eyjarnar í krafti nýrra aðlaganna: hreyfa, hára á líkamanum og lögulegra höfuðs (með minni heila!).

Þetta er semsagt saga um þróun (evolution) eða öfugþróun (de-evolution) eftir því hvaða póll er tekin í hæðina. 

Það má segja að þetta sé öfugþróun, fyrst landspendýr gekk aftur í sjóinn. En réttara er að segja að þetta sé þróun, því erfðasamseting tegundarinnar breyttist og eiginleikar hennar með. Tegund sem sem sigldi um á skipum og borðaði með hnífapörum breytist, yfir nokkrar kynslóðir og stökkbreytingar í tegund sem hegðar sér eins og minkur í Breiðafirði.

Ítarefni:

Á vísindavefnum um minkinn eftir Rannveigu, Róbert, Menju og Pál

Sjá einnig greinar og bækur Páls Hersteinssonar heitins.

Melrakkasetur á Súðavík.


mbl.is Íslenski minkurinn sólginn í fisk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband