Leita í fréttum mbl.is

Hvað er líffræði?

Eftir að ég "hlaut" þann heiður að taka þátt í kynningarstarfi* fyrir líf og umhverfisvísindadeild HÍ, þá hef ég velt því fyrir mér hvað líffræði eiginlega sé?

Svarið er margþætt, og kannski best að svara því með myndum.

Líf er barátta - hér eru húnar að slást í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Allar lífverur þurfa að berjast fyrir lífinu, takast á við systkyni sín, afræningja, bráð eða bara skuggann í skógarbotni. Mynd A.Pálsson - copyright. bangsaslagur.jpg

Líf er fegurð - Lundar (Fraticula artica) eru fagurlega skreyttir, oft til að ganga í augu maka og gefa í skyn líkamlegt (ef ekki andlegts) heilbrigði.  Mynd og copyright Sigríður R. Franzdóttir - með góðfúslegu leyfi.  fraticulaartica_sigridurrutfranzdottir.jpg

Líf er fjölbreytileiki - blómabreiða í danaveldi. Allar lífverur mynda stofna, samsetta úr svipuðum en ólíkum einstaklingum. Breytileiki á milli einstaklinga er grundvöllur þróunar. Mynd A.Pálsson - copyright. blomdanmork.jpg

Líf er fæðing og dauði - Risafuran (Sequoiadendron giganteum) getur lifað í tvö þúsund ár, á meðan sumir gerlar þrauka vart daginn. Myndin af Grant hershöfðingja var tekin í Kings Canyon National Park. A.Pálsson - copyright. GrantHershofdingi_APalsson

*Hlutverk mitt og samstarfsmanna er að kynna deildina, útbúa fréttatilkynningar, sjá um að vefsíðan sé í lagi (sem hún er ekki - ég veit), taka á móti framhaldsskólanemendum sem vilja kynnast líffræði og skipuleggja annað kynningarstarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband